Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þau eru bara fyrir“

Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar.

Innlent
Fréttamynd

Heitar um­ræður um lokun flug­brautar

Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Flug­fé­lag bregst við vegna kómískrar frá­sagnar Katrínar

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit.

Lífið
Fréttamynd

Reikna með 8,4 milljónum far­þega

Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Rússa um skipu­lagningu hryðju­verka

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Flug­vélin ekki flughæf vegna bilunar

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­gangur í Vatns­mýrinni

Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Með eitt og hálft kíló falið inn­vortis

Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Völlurinn geti orðið ó­not­hæfur á köflum

Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn.

Innlent
Fréttamynd

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia - þar sem sögur fara á flug

Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld.

Skoðun