Fjögurra stiga for­skot Inter eftir sigur í Mílanóslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukau hefur verið funheitur eftir komuna til Ítalíu. Hann hélt uppteknum hætti í dag.
Lukau hefur verið funheitur eftir komuna til Ítalíu. Hann hélt uppteknum hætti í dag. Marco Luzzani/Getty Images

Inter er með fjögurra stiga forskot á toppnum á Ítalíu eftir 3-0 sigur á grönnum sínum í AC Milan í slagnum um Mílanóborg í dag.

Lautaro Martinez kom Inter yfir strax á fimmtu mínútu eftir undirbúning frá Romelu Lukaku og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Argentínumaðurinn var aftur á ferðinni á 57. mínútu er Ivan Perisic kom boltanum á hann eftir flotta sókn.

Romelu Lukaku skoraði þriðja markið á 66. mínútu eftir skyndisókn en aftur var Ivan Perisic með stoðsendinguna.

Fimmti grannaslagurinn í röð sem Lukaku skorar í og lokatölur 3-0.

Inter er nú með 53 stig en AC Milan er með 49 stig í öðru sætinu. Juventus er í fimmta sætinu með 42 stig en þeir eiga tvo leiki til góða á toppliðin.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira