„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 20:14 Þorgils Gunnarsson, starfsmaður BYKO, litaði meira að segja skeggið í tilefni dagsins. Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða. Heilbrigðismál Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða.
Heilbrigðismál Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið