Sport

Dag­skráin í dag: Loka­um­ferð Bestu deildar karla í knatt­spyrnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verður Matthías Vilhjálmsson Íslandsmeistari í dag?
Verður Matthías Vilhjálmsson Íslandsmeistari í dag? Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Þar á meðal er lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.45 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti FH í Bestu deild karla.

Að leik loknum, klukkan 16.25, er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla 22. umferð Bestu deildar karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti botnliði Keflavíkur í Bestu deildar karla.

Klukkan 16.20 er leikur Inter og Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. Klukkan 18.35 er leikur Empoli og Juventus í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.20 er leikur Torino og Genoe í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. Klukkan 18.35 er leikur Lecce og Salernitana í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 13.30 hefst KPMG Women´s Irish Open-mótið í golfi. Það er hluti af LET-mótaröðinni. Klukkan 22.00 er Portland Classic-mótið í golfi á dagskrá, það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Grafarholti þar sem Fram tekur á móti toppliði Víkings í Bestu deild karla.

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Sauðárkrók þar sem Tindastóll tekur á móti Keflavík í Bestu deild kvenna.

Vodafone Sport

Klukkan 12.30 hefst Formúlu 1 keppni dagsins.

Klukkan 19.00 er Portland International Raceway-kappaksturinn á dagskrá. Hann er hluti af IndyCar-keppninni.

Besta deildin

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Árbænum þar sem Fylkir tekur á móti KA í Bestu deild karla.

Besta deildin 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti KR í Bestu deild karla.

Besta deildin 3

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti HK í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×