Sport

Dagskráin í dag: Undankeppni EM og NFL fer af stað

Smári Jökull Jónsson skrifar
Patrick Mahomes verður í eldlínunni með Kansas City Chiefs gegn Detroit Lions í kvöld.
Patrick Mahomes verður í eldlínunni með Kansas City Chiefs gegn Detroit Lions í kvöld. Vísir/Getty

Undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu heldur áfram í kvöld og verða þrír leikir í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2. Þá hefst NFL-deildin í amerískum fótbolta í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Þátturinn Hard Knocks verður sýndur í kvöld en þar er fylgst með liði New York Jets í undirbúningi sínum fyrir NFL-deildina í amerískum fótbolta. Þátturinn er á dagskrá klukkan 21:50.

Rúmum tveimur tímum síðar er svo komið að því að NFL-deildin sjálf fari af stað. Á miðnætti verður leikur Kansas City Chiefs og Detroit Lions sýndur í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport 4

Kroger Queen City meistaramótið á LPGA-mótaröðinni verður í beinni útsendingu frá klukkan 20:00.

Stöð 2 Esport

Gameveran fer í loftið á slaginu 21:00.

Vodafone Sport

Þrír leikir í undankeppni EM á næsta ári verða í beinni útsendingu í dag og í kvöld. Klukkan 13:50 verður leikur Kasakstan og Finnlands sýndur, klukkan 15:55 hefst útsending frá leik Litháen og Svartfjallalands og klukkan 18:35 er komið að leik Frakklands og Írlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×