Manchester City Englandsmeistari fjórða árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 14:30 Phil Foden skoraði tvívegis fyrir Manchester City er liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Manchester City tryggði sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð er liðið vann 3-1 sigur gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Heimamenn í City byrjuðu af miklum krafti og virtust ekki hafa neinn áhuga á því að hleypa spennu í titilbaráttuna, en Arsenal átti enn möguleika á að stela titlinum fyrir lokaumferðina. Phil Foden kom City yfir með frábæru skoti strax á annarri mínútu áður en hann tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki eftir tæplega tuttugu mínútna leik. He is him. 🩵 2-0 ⚒️ #ManCity pic.twitter.com/bJPpkjhN4H— Manchester City (@ManCity) May 19, 2024 Gestirnir í West Ham minnkuðu þó muninn á 42. mínútu leiksins með aðeins sínu öðru skoti í leiknum. Þar var á ferðinni Mohammed Kudus með stórglæsilegt mark þegar hjólhestaspyrna hans flaug yfir höfuðið á Stefan Ortega í markinu og í netið. Staðan í hálfleik því 2-1, Manchester City í vil, og því ljóst að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn var ekki lokið. Heimamenn sóttu þó án afláts í síðari hálfleik og Alphonse Areola hafði í nægu að snúast í marki West Ham. Að lokum varð eitthvað undan að láta og skot Rodri á 59. mínútu söng í netinu við gríðarlegan fögnuð leikmanna og stuðningsmanna City. 61. Rodrigo with a brilliant strike from the edge of the box puts us two goals ahead! 🙌🩵 3-1 ⚒️ #ManCity https://t.co/h56LeUvLNs— Manchester City (@ManCity) May 19, 2024 Þrátt fyrir þunga sókn City það sem eftir lifði leiks reyndist þetta síðasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Manchester City sem stendur því uppi sem enskur meistari, fjórða árið í röð. Enski boltinn
Manchester City tryggði sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð er liðið vann 3-1 sigur gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Heimamenn í City byrjuðu af miklum krafti og virtust ekki hafa neinn áhuga á því að hleypa spennu í titilbaráttuna, en Arsenal átti enn möguleika á að stela titlinum fyrir lokaumferðina. Phil Foden kom City yfir með frábæru skoti strax á annarri mínútu áður en hann tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki eftir tæplega tuttugu mínútna leik. He is him. 🩵 2-0 ⚒️ #ManCity pic.twitter.com/bJPpkjhN4H— Manchester City (@ManCity) May 19, 2024 Gestirnir í West Ham minnkuðu þó muninn á 42. mínútu leiksins með aðeins sínu öðru skoti í leiknum. Þar var á ferðinni Mohammed Kudus með stórglæsilegt mark þegar hjólhestaspyrna hans flaug yfir höfuðið á Stefan Ortega í markinu og í netið. Staðan í hálfleik því 2-1, Manchester City í vil, og því ljóst að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn var ekki lokið. Heimamenn sóttu þó án afláts í síðari hálfleik og Alphonse Areola hafði í nægu að snúast í marki West Ham. Að lokum varð eitthvað undan að láta og skot Rodri á 59. mínútu söng í netinu við gríðarlegan fögnuð leikmanna og stuðningsmanna City. 61. Rodrigo with a brilliant strike from the edge of the box puts us two goals ahead! 🙌🩵 3-1 ⚒️ #ManCity https://t.co/h56LeUvLNs— Manchester City (@ManCity) May 19, 2024 Þrátt fyrir þunga sókn City það sem eftir lifði leiks reyndist þetta síðasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Manchester City sem stendur því uppi sem enskur meistari, fjórða árið í röð.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti