Veður

Svalt í veðri og gengur í blástur

Atli Ísleifsson skrifar
Þessa dagana er tilvalið að njóta haustlitanna, meðal annars í Heiðmörk.
Þessa dagana er tilvalið að njóta haustlitanna, meðal annars í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm

Lægðardrag nálgast nú landið úr norðaustri og mun þá ganga í norðvestan blástur eða strekking með rigningu eða slyddu norðaustantil. Einnig má reikna með snjókomu til fjalla síðdegis.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur svalt í veðri.

„Yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig að deginum.

Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun. Norðan gola síðdegis og dálítil él fyrir norðan, en léttskýjað syðra. Kólnar heldur í veðri annað kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Minnkandi norðanátt, 5-13 m/s seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Dálítil slydduél norðan- og austanlands, annars léttskýjað. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8. Rigning eða slydda eftir hádegi fyrir norðan, en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðan 3-10 og víða rigning með köflum, en slydda eða snjókoma norðantil. Hiti 2 til 7 stig, en hiti um eða undir frostmarki norðan- og austanlands.

Á laugardag: Austlæg átt og víða rigning með köflum, en slydda eða snjókoma á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðlæg átt og léttir til sunnan heiða, en snjókoma norðaustantil. Kólnar í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir breytilega átt og dálitla vætu á víð og dreif. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×