Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2024 22:28 Hannes Petersen, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. Stöð 2 Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels