Búið að bera kennsl á nær alla
Búið er að bera kennsl á nær alla þá sem fórust í flugslysinu í Suður-Kóreu á sunnudag. Bandarískir eftirlitsaðilar og starfsmenn Boeing hafa bæst í hóp þeirra sem rannsaka slysið á vettvangi og meðal þess sem er til skoðunar er hvort veggurinn sem vélin hafnaði á sé of sterkbyggður og hafi átt að gefa betur eftir.