Oyama útgáfutónleikar

Síðastliðinn Október gaf sveimrokksveitin Oyama út breiðskífuna 'Everyone left' og efnir sveitin því til útgáfutónleika í Iðnó þann 17. janúar ásamt sérstökum gestum, K.óla. Everyone left er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd síðan Oyama gáfu út Coolboy árið 2014. Bandið fékk til liðs við sig gítargoðsögnina Alison MacNeil til að spila með á nýju plötunni, en hún mun einnig koma fram með sveitinni á útgáfutónleikunum ásamt Kára Einarssyni. Grunnar að lögunum voru hljóðritaðir í Sundlauginni með Árna Hjörvari Árnasyni og restin í stúdíói Árna Hjörvars, stúdíói Alison og aðstöðu Oyama. Kevin Tuffy sá um masteringu og hönnun umslags gerði Hrefna Sigurðardóttir. Platan kom út á vínyl í Desember undir merkjum Reykjavík Record Shop og verður til sölu á staðnum, árituð eintök í boði. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast kl. 20:30. .

21
20:29

Næst í spilun: Addi

Vinsælt í flokknum Addi