Fréttir af flugi

Fréttamynd

Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvenju mörg flugslys í ár

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Innlent
Fréttamynd

Drög að flugstefnu lögð fram

Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drög­um að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Flækjan á Tenerife að leysast og nýr flugtími fundinn

Allt virðist vera að blessast hjá þeim 167 strandaglópum sem áttu að fljúga heim til Íslands frá Tenerife í gærkvöld. Fundinn hefur verið nýr flugtími, klukkan 22:40 að spænskum tíma í kvöld. Sólarhring eftir að upphaflega flugið átti að fara í loftið.

Innlent
Fréttamynd

Tregða í þróun flugfargjalda

Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Ice­landair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent