„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. september 2024 07:03 Júnía Lin er listrænn stjórnandi hjá tvíburasystur sinni Laufeyju Lin. Júnía ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Dominique Froud „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin. Blaðamaður tók púlsinn á Júníu þegar hún var staðsett í London þar sem hún býr þegar hún er ekki á tónleikaferðalagi um allan heim. Lífið hennar hefur sannarlega tekið miklum breytingum á undanförnum árum en Júnía er nýkomin heim frá Ástralíu þar sem Laufey og hennar teymi héldu nokkra tónleika. Júnía spilar veigamikið hlutverk í því risastóra verkefni sem tónlist Laufeyjar er. View this post on Instagram A post shared by Junia (@junialin) Frá blautu barnsbeini hefur tónlist verið ástríða hjá Júníu en hún sá þó ekki endilega fyrir sér að starfa við hana. „Laufey er stærsta verkefnið í dag. Ég vann hjá Universal í eitt ár í fyrra og svo ætlaði ég að byrja að vinna sjálfstætt við ýmis verkefni. Hugmyndin var að byrja með Laufeyju sem viðskiptavin og vinna líka fyrir önnur fyrirtæki en svo varð þetta bara svo stórt allt í einu og við fórum að ferðast svo mikið. Ég þurfti að setja eiginlega allan tímann minn í það,“ segir Júnía og bætir við að hún sé sömuleiðis að vinna verkefni fyrir sjálfa sig, til dæmis áhrifavaldaverkefni og tískutengd verkefni í London en hún er með tvær milljónir fylgjenda á TikTok og 716 þúsund á Instagram. „Ég elska bæði, að vinna með Laufeyju um allan heim og geta líka verið í Bretlandi. Verkefnin tengd Laufeyju byrja oftast ekki fyrr en um hádegi hjá mér hér því hún er með umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum og ég fæ ekki tölvupóst frá þeim fyrr en í fyrsta lagi um tólf. Ég fæ því morgnana til að vera bara ég, sækja innblástur, vera áhrifavaldur og njóta. Ég fæ svo mikinn innblástur fyrir sköpun á morgnana og fæ að vera bara í London og ganga um. Ég sit núna á kaffihúsi á svo fallegri götu. Svo er líka gott að vera nær Íslandi.“ Júnía nýtur þess að búa í London og finnst gott að vera nær Íslandi.Dominique Froud Ísland heimilið í hjartanu Júnía fór í Verzlunarskóla Íslands eftir grunnskóla og fluttist svo til Skotlands í háskóla áður en hún flutti til London. Þrátt fyrir að búa erlendis þykir henni mikilvægt að halda sterkri og góðri tengingu við Ísland. „Ég finn það sérstaklega eftir því sem við ferðumst meira þá þurfum við að eiga heimili í hjartanu og fyrir mig er það Ísland.“ Hún segist mögulega sjá fyrir sér að flytja aftur heim eftir að hún hefur eignast börn en akkúrat núna sé betra að byggja upp ferilinn úti. „Tónlistar- og tískuiðnaðurinn er rosa mikið hér, ég get verið að sækja tískusýningar og alls konar. Hver einasti dagur hér snýst um að tengja eða networka. Ég elska það. Þegar ég var lítil vissi ég ekkert hvað mig langaði að gera en ég vissi alltaf að mig langaði að geta tengt fólk. Ég gerði það svo mikið sem krakki. Ég eignaðist vin kannski úr tónlistinni og svo annan úr skólanum og ég elskaði að geta tengt þá saman, að finna sameiginlega fleti hjá manneskjum þó þau komi úr gjörólíkum heimum. Það er það sem ég geri sem listrænn stjórnandi Laufeyjar. Ég er að tengja danshöfund sem ég fann við stílista og annað og vita hvað passar saman. Þetta myndar allt saman eitt stórt listaverk.“ @juniajons ♬ It Could Happen To You - Laufey Sköpunar-lögga með brennandi áhuga á tísku Hún segist alltaf vera kölluð sköpunar-löggan eða creative police í verkefni Laufeyjar. „Ég er að byggja upp ímyndina í kringum plötuna, set saman teymi og vinn með þeim við að ákveða hvernig sviðið á að líta út og annað. Allt sem kemur til okkar frá öðrum fyrirtækjum og einstaklingum sem við erum að vinna með fer í gegnum mig og ég þarf að geta sagt já eða nei og fundið hvað passar saman.“ Júnía hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og er með einstakan stíl. „Ég held að aðal tískuinnblásturinn komi mikið frá bókum og bíómyndunum sem ég horfði á þegar ég var yngri. Uppáhalds myndin mín í æsku var Sound of Music. Fötin þar voru svo falleg, slaufur og svo mikið af fallegum smáatriðum. Senan þar sem karakterinn Maria býr til föt úr gardínum, vá. Það var eitthvað brjálæðislega eftirminnilegt móment í lífi mínu.“ Júnía nefnir sömuleiðis söngleikinn Annie og myndirnar Secret Garden og Little Princess. „Mér fannst þessi föt svo falleg, svona ævintýralegur stíll, og ég klæðist því svolítið ennþá. Ég hef alltaf elskað að vera í kjólum og ballerínuskóm. Mér finnst ég rosa heppin að þetta sé núna í tísku. Ég man í Verzló 2016 voru allir í Nike skóm en ég vildi alltaf vera í „loafers“. Júnía hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í fatavali og er með glæsilegan stíl.Instagram @junialin Ólíkur stíll tvíburasystranna Júnía fann stílistann Leith Clark til að vinna með Laufeyju og vinna þær þrjár saman að heildarlúkkinu hjá Laufeyju. „Við erum með frábæran stílista og það skiptir máli að ég finni réttan stílista og að við séum skýrar með það hvað við viljum fá út úr þessari sýn.“ Þrátt fyrir að vera eineggja tvíburar er hversdagslegur stíll Laufeyjar og Júníu ólíkur. „Laufey býr í LA og hún er með meira afslappaðan hversdags stíll, meira í gallabuxum og gengur oftar í strigaskóm. Ég er oftar í litum held ég líka. Við vorum alltaf með svipaðan stíl enda komum frá sama heimili, sama bakgrunni, horfðum á sömu myndirnar og töluðum saman á hverjum degi um hvers konar fötum við vildum klæðast. En hann hefur þróast í aðeins ólíkar áttir. Það er skemmtilegt að lesa í dag þegar aðdáendur skrifa um muninn á stílnum okkar. Það er gaman að sjá hvernig fólk upplifir okkur á ólíka vegu.“ @juniajons @laufey ♬ original sound - Julia Tónlist margt annað en að hlusta Sem áður segir sá Júnía framtíðina ekki endilega fyrir sér í tónlist og fór í Saint Andrews háskólann í Skotlandi að læra alþjóðasamskipti. „Ég vissi ekki að þetta væri hægt, á Íslandi fáum við ekki endilega að sjá hvað það eru til margir heimar innan tónlistariðnaðarins. Þegar ég var í menntaskóla snerist þetta svolítið um hvort maður ætlaði að vera lögfræðingur, kennari eða annað í þeim dúr. Ég kynntist tónlistariðnaðinum svo í gegnum Laufeyju þegar hún byrjaði að vinna með umboðsmanni. Þá var ég að læra alþjóðasamskipti í Skotlandi í Saint Andrews og ætlaði að fara að vinna í fjármálum eða eitthvað. Þegar Laufey hinum megin við hafið byrjaði að vinna með umboðsfólki þá lærði ég svo mikið um allt það sem fer í það að byggja upp „artista“. Tónlistarheimurinn er í dag allt annar en hann var. Tónlist er ekki einungis það að hlusta. Við erum að taka inn tónlist í gegnum það að horfa, með samfélagsmiðla og meira að segja á Spotify þar sem myndræni bakgrunnurinn á laginu skiptir máli. Það þarf einhver að sjá um alla þessa hluti og ég lærði aðeins um það í upphafi ferils Laufeyjar. Ég var svo á síðasta árinu í háskólanum þegar umboðsmaður Laufeyjar spurði hvort ég vildi hjálpa aðeins til að búa til sýn fyrir verkefnið eða moodboard. Þetta var ekki orðin vinna þá samt, ég var bara aðeins að aðstoða og ég skemmti mér ótrúlega vel við það. Ég hef alltaf verið í tónlist í gegnum klassísku hliðina og alltaf elskað tónlist og ég byrjaði á þessum tímapunkti að hugsa: Ókei kannski ætti ég að tengja viðskiptahliðina mína við bakgrunn minn í tónlistinni.“ Júnía kynntist nýrri hlið tónlistarinnar þegar Laufey fór að vinna með umboðsskrifstofu vestanhafs.Dominique Froud Leikur í raunveruleikaþættinum sem líf Laufeyjar er Á þeim tíma segir Júnía að það hafi ekki verið hægt að vinna einungis fyrir Laufeyju. „Hún var ekki orðin nógu stór þá og ég vildi líka sýna fram á að ég gæti unnið fyrir aðra og fór að vinna fyrir Universal.“ Hún segir að hana hefði ekki órað fyrir því hve stórt verkefnið yrði . „Ég bjóst alls ekki við því, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja. Þannig að ég er ekki bara að vinna fyrir hana, ég er að leika í raunveruleikaþættinum sem er lífið hennar Laufeyjar. Þetta byrjaði þannig að ég fór að búa til TikTok baksviðs á tónleikaferðalagi og skjóta smá á systur mína eins og systkini gera. Ég held að fólk sjái það og hugsi vá, þótt að Laufey sé orðin fræg og á risa sviðum eru þetta venjuleg systkini baksviðs. Og það vilja allir sjá hvað er í gangi baksviðs. Ég held að ég sýni líka fram á hver Laufey sem er ekki söngkonan á sviðinu er. Ég held að fólk hafi gaman að því að tengja við manneskjuna. Ég er nánast áhrifavaldur fyrir Laufeyju en líka fyrir sjálfa mig,“ segir Júnía og brosir. @juniajons Goddess edition out at midnight and laufey is starving ❤️ ♬ promise laufey - ℒ𝒶𝓊𝒻ℯ𝓎𝓉𝒶𝓃 ♡︎ Þarf stundum að leggja systrahlutverkið til hliðar Hún segir að þetta geti stundum verið svolítið mikið en þó ótrúlega skemmtilegt. „Það er auðvitað frekar „intense“ að vinna með systur sinni. Það er alltaf „intense“ að eyða svona miklum tíma með fjölskyldunni sinni. Að vinna fyrir Laufeyju þýðir líka að stundum verð ég að kveikja á vinnuhnappnum og leggja það til hliðar að við séum systur. Ég held að ég sé núna búin að vinna jafnvægið þar. Áður var þetta aðeins flóknara, Laufey var komin með þennan rosalega feril og ég var að byrja. Það var smá erfitt fyrst að finna jafnvægið þar. En núna þekki ég mitt hlutverk, er örugg í því og ég veit hvernig ég vil framkvæma.“ Júnía og Laufey eru eineggjatvíburar, bestu vinkonur og samstarfsfélagar. Júnía segist hafa fundið gott jafnvægi á hlutunum í dag og þarf stundum að geta slökkt á systrahnappnum og kveikt á vinnuhnappnum.Abby Waisler Einhleyp og umkringd takmarkalausri sköpunargleði Júnía hefur mjög gaman að tilverunni og nýtur ævintýranna í botn. „Ég bý ein hér en ég er með mjög mikið af vinum í kringum mig og ég nýt þess mikið að fara á pöbbinn með vinunum. Ég lifi mjög venjulegu lífi held ég fyrir 25 ára stelpu sem býr í London.“ Aðspurð hvort hún sé eitthvað að slá sér upp segir Júnía: „Ég er mjög einhleyp. Þegar ég er einhleyp þá er ég að daðra við umhverfið, heimurinn opnast fyrir mér og sköpunargleðin verður nánast takmarkalaus. Ég er að daðra við ekki bara fólk heldur tilveruna, sköpunina, ég er svo opin fyrir öllu og ég vil ekki hafa það neitt öðruvísi,“ segir Júnía, hlær og bætir við að þetta sé algjörlega rétt fyrir sig akkúrat núna. „Ég var til dæmis einu sinni að deita strák sem var í kvikmyndaiðnaðinum og ég leyfði honum að hafa áhrif á sköpunina mína og sköpunargleðina. Það var rosalega slæmt fyrir mig.“ Júnía sækir innblásturinn út um allt og nýtur lífsins og sköpunargleðinnar til hins ítrasta.Instagram @junialin Stefnir á að skrifa bók Hún stefnir langt og leyfir sköpuninni að ráða förinni. „Ég dett svona inn og út úr flæðinu. Maður er með ákveðið stórt markmið í framtíðinni. Fyrir mér er það að halda þessu áfram, að vera listrænn stjórnandi. Ég mun alltaf vilja vinna fyrir Laufeyju en það væri líka geggjað að geta samhliða til dæmis tekið yfir hjá einhverju tískufyrirtæki eða byggja mitt eigið brand. Svo langar mig rosalega mikið að skrifa bók. Ekki endilega um lífið mitt en samt um stelpu sem fer í gegnum eitthvað svipað. Ég skrifa í dagbókina mína með þá sýn, að þetta komist á blað í bók einn daginn,“ segir Júnía stútfull af innblæstri að lokum. Íslendingar erlendis Laufey Lín Tónlist Menning Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Júníu þegar hún var staðsett í London þar sem hún býr þegar hún er ekki á tónleikaferðalagi um allan heim. Lífið hennar hefur sannarlega tekið miklum breytingum á undanförnum árum en Júnía er nýkomin heim frá Ástralíu þar sem Laufey og hennar teymi héldu nokkra tónleika. Júnía spilar veigamikið hlutverk í því risastóra verkefni sem tónlist Laufeyjar er. View this post on Instagram A post shared by Junia (@junialin) Frá blautu barnsbeini hefur tónlist verið ástríða hjá Júníu en hún sá þó ekki endilega fyrir sér að starfa við hana. „Laufey er stærsta verkefnið í dag. Ég vann hjá Universal í eitt ár í fyrra og svo ætlaði ég að byrja að vinna sjálfstætt við ýmis verkefni. Hugmyndin var að byrja með Laufeyju sem viðskiptavin og vinna líka fyrir önnur fyrirtæki en svo varð þetta bara svo stórt allt í einu og við fórum að ferðast svo mikið. Ég þurfti að setja eiginlega allan tímann minn í það,“ segir Júnía og bætir við að hún sé sömuleiðis að vinna verkefni fyrir sjálfa sig, til dæmis áhrifavaldaverkefni og tískutengd verkefni í London en hún er með tvær milljónir fylgjenda á TikTok og 716 þúsund á Instagram. „Ég elska bæði, að vinna með Laufeyju um allan heim og geta líka verið í Bretlandi. Verkefnin tengd Laufeyju byrja oftast ekki fyrr en um hádegi hjá mér hér því hún er með umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum og ég fæ ekki tölvupóst frá þeim fyrr en í fyrsta lagi um tólf. Ég fæ því morgnana til að vera bara ég, sækja innblástur, vera áhrifavaldur og njóta. Ég fæ svo mikinn innblástur fyrir sköpun á morgnana og fæ að vera bara í London og ganga um. Ég sit núna á kaffihúsi á svo fallegri götu. Svo er líka gott að vera nær Íslandi.“ Júnía nýtur þess að búa í London og finnst gott að vera nær Íslandi.Dominique Froud Ísland heimilið í hjartanu Júnía fór í Verzlunarskóla Íslands eftir grunnskóla og fluttist svo til Skotlands í háskóla áður en hún flutti til London. Þrátt fyrir að búa erlendis þykir henni mikilvægt að halda sterkri og góðri tengingu við Ísland. „Ég finn það sérstaklega eftir því sem við ferðumst meira þá þurfum við að eiga heimili í hjartanu og fyrir mig er það Ísland.“ Hún segist mögulega sjá fyrir sér að flytja aftur heim eftir að hún hefur eignast börn en akkúrat núna sé betra að byggja upp ferilinn úti. „Tónlistar- og tískuiðnaðurinn er rosa mikið hér, ég get verið að sækja tískusýningar og alls konar. Hver einasti dagur hér snýst um að tengja eða networka. Ég elska það. Þegar ég var lítil vissi ég ekkert hvað mig langaði að gera en ég vissi alltaf að mig langaði að geta tengt fólk. Ég gerði það svo mikið sem krakki. Ég eignaðist vin kannski úr tónlistinni og svo annan úr skólanum og ég elskaði að geta tengt þá saman, að finna sameiginlega fleti hjá manneskjum þó þau komi úr gjörólíkum heimum. Það er það sem ég geri sem listrænn stjórnandi Laufeyjar. Ég er að tengja danshöfund sem ég fann við stílista og annað og vita hvað passar saman. Þetta myndar allt saman eitt stórt listaverk.“ @juniajons ♬ It Could Happen To You - Laufey Sköpunar-lögga með brennandi áhuga á tísku Hún segist alltaf vera kölluð sköpunar-löggan eða creative police í verkefni Laufeyjar. „Ég er að byggja upp ímyndina í kringum plötuna, set saman teymi og vinn með þeim við að ákveða hvernig sviðið á að líta út og annað. Allt sem kemur til okkar frá öðrum fyrirtækjum og einstaklingum sem við erum að vinna með fer í gegnum mig og ég þarf að geta sagt já eða nei og fundið hvað passar saman.“ Júnía hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og er með einstakan stíl. „Ég held að aðal tískuinnblásturinn komi mikið frá bókum og bíómyndunum sem ég horfði á þegar ég var yngri. Uppáhalds myndin mín í æsku var Sound of Music. Fötin þar voru svo falleg, slaufur og svo mikið af fallegum smáatriðum. Senan þar sem karakterinn Maria býr til föt úr gardínum, vá. Það var eitthvað brjálæðislega eftirminnilegt móment í lífi mínu.“ Júnía nefnir sömuleiðis söngleikinn Annie og myndirnar Secret Garden og Little Princess. „Mér fannst þessi föt svo falleg, svona ævintýralegur stíll, og ég klæðist því svolítið ennþá. Ég hef alltaf elskað að vera í kjólum og ballerínuskóm. Mér finnst ég rosa heppin að þetta sé núna í tísku. Ég man í Verzló 2016 voru allir í Nike skóm en ég vildi alltaf vera í „loafers“. Júnía hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í fatavali og er með glæsilegan stíl.Instagram @junialin Ólíkur stíll tvíburasystranna Júnía fann stílistann Leith Clark til að vinna með Laufeyju og vinna þær þrjár saman að heildarlúkkinu hjá Laufeyju. „Við erum með frábæran stílista og það skiptir máli að ég finni réttan stílista og að við séum skýrar með það hvað við viljum fá út úr þessari sýn.“ Þrátt fyrir að vera eineggja tvíburar er hversdagslegur stíll Laufeyjar og Júníu ólíkur. „Laufey býr í LA og hún er með meira afslappaðan hversdags stíll, meira í gallabuxum og gengur oftar í strigaskóm. Ég er oftar í litum held ég líka. Við vorum alltaf með svipaðan stíl enda komum frá sama heimili, sama bakgrunni, horfðum á sömu myndirnar og töluðum saman á hverjum degi um hvers konar fötum við vildum klæðast. En hann hefur þróast í aðeins ólíkar áttir. Það er skemmtilegt að lesa í dag þegar aðdáendur skrifa um muninn á stílnum okkar. Það er gaman að sjá hvernig fólk upplifir okkur á ólíka vegu.“ @juniajons @laufey ♬ original sound - Julia Tónlist margt annað en að hlusta Sem áður segir sá Júnía framtíðina ekki endilega fyrir sér í tónlist og fór í Saint Andrews háskólann í Skotlandi að læra alþjóðasamskipti. „Ég vissi ekki að þetta væri hægt, á Íslandi fáum við ekki endilega að sjá hvað það eru til margir heimar innan tónlistariðnaðarins. Þegar ég var í menntaskóla snerist þetta svolítið um hvort maður ætlaði að vera lögfræðingur, kennari eða annað í þeim dúr. Ég kynntist tónlistariðnaðinum svo í gegnum Laufeyju þegar hún byrjaði að vinna með umboðsmanni. Þá var ég að læra alþjóðasamskipti í Skotlandi í Saint Andrews og ætlaði að fara að vinna í fjármálum eða eitthvað. Þegar Laufey hinum megin við hafið byrjaði að vinna með umboðsfólki þá lærði ég svo mikið um allt það sem fer í það að byggja upp „artista“. Tónlistarheimurinn er í dag allt annar en hann var. Tónlist er ekki einungis það að hlusta. Við erum að taka inn tónlist í gegnum það að horfa, með samfélagsmiðla og meira að segja á Spotify þar sem myndræni bakgrunnurinn á laginu skiptir máli. Það þarf einhver að sjá um alla þessa hluti og ég lærði aðeins um það í upphafi ferils Laufeyjar. Ég var svo á síðasta árinu í háskólanum þegar umboðsmaður Laufeyjar spurði hvort ég vildi hjálpa aðeins til að búa til sýn fyrir verkefnið eða moodboard. Þetta var ekki orðin vinna þá samt, ég var bara aðeins að aðstoða og ég skemmti mér ótrúlega vel við það. Ég hef alltaf verið í tónlist í gegnum klassísku hliðina og alltaf elskað tónlist og ég byrjaði á þessum tímapunkti að hugsa: Ókei kannski ætti ég að tengja viðskiptahliðina mína við bakgrunn minn í tónlistinni.“ Júnía kynntist nýrri hlið tónlistarinnar þegar Laufey fór að vinna með umboðsskrifstofu vestanhafs.Dominique Froud Leikur í raunveruleikaþættinum sem líf Laufeyjar er Á þeim tíma segir Júnía að það hafi ekki verið hægt að vinna einungis fyrir Laufeyju. „Hún var ekki orðin nógu stór þá og ég vildi líka sýna fram á að ég gæti unnið fyrir aðra og fór að vinna fyrir Universal.“ Hún segir að hana hefði ekki órað fyrir því hve stórt verkefnið yrði . „Ég bjóst alls ekki við því, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja. Þannig að ég er ekki bara að vinna fyrir hana, ég er að leika í raunveruleikaþættinum sem er lífið hennar Laufeyjar. Þetta byrjaði þannig að ég fór að búa til TikTok baksviðs á tónleikaferðalagi og skjóta smá á systur mína eins og systkini gera. Ég held að fólk sjái það og hugsi vá, þótt að Laufey sé orðin fræg og á risa sviðum eru þetta venjuleg systkini baksviðs. Og það vilja allir sjá hvað er í gangi baksviðs. Ég held að ég sýni líka fram á hver Laufey sem er ekki söngkonan á sviðinu er. Ég held að fólk hafi gaman að því að tengja við manneskjuna. Ég er nánast áhrifavaldur fyrir Laufeyju en líka fyrir sjálfa mig,“ segir Júnía og brosir. @juniajons Goddess edition out at midnight and laufey is starving ❤️ ♬ promise laufey - ℒ𝒶𝓊𝒻ℯ𝓎𝓉𝒶𝓃 ♡︎ Þarf stundum að leggja systrahlutverkið til hliðar Hún segir að þetta geti stundum verið svolítið mikið en þó ótrúlega skemmtilegt. „Það er auðvitað frekar „intense“ að vinna með systur sinni. Það er alltaf „intense“ að eyða svona miklum tíma með fjölskyldunni sinni. Að vinna fyrir Laufeyju þýðir líka að stundum verð ég að kveikja á vinnuhnappnum og leggja það til hliðar að við séum systur. Ég held að ég sé núna búin að vinna jafnvægið þar. Áður var þetta aðeins flóknara, Laufey var komin með þennan rosalega feril og ég var að byrja. Það var smá erfitt fyrst að finna jafnvægið þar. En núna þekki ég mitt hlutverk, er örugg í því og ég veit hvernig ég vil framkvæma.“ Júnía og Laufey eru eineggjatvíburar, bestu vinkonur og samstarfsfélagar. Júnía segist hafa fundið gott jafnvægi á hlutunum í dag og þarf stundum að geta slökkt á systrahnappnum og kveikt á vinnuhnappnum.Abby Waisler Einhleyp og umkringd takmarkalausri sköpunargleði Júnía hefur mjög gaman að tilverunni og nýtur ævintýranna í botn. „Ég bý ein hér en ég er með mjög mikið af vinum í kringum mig og ég nýt þess mikið að fara á pöbbinn með vinunum. Ég lifi mjög venjulegu lífi held ég fyrir 25 ára stelpu sem býr í London.“ Aðspurð hvort hún sé eitthvað að slá sér upp segir Júnía: „Ég er mjög einhleyp. Þegar ég er einhleyp þá er ég að daðra við umhverfið, heimurinn opnast fyrir mér og sköpunargleðin verður nánast takmarkalaus. Ég er að daðra við ekki bara fólk heldur tilveruna, sköpunina, ég er svo opin fyrir öllu og ég vil ekki hafa það neitt öðruvísi,“ segir Júnía, hlær og bætir við að þetta sé algjörlega rétt fyrir sig akkúrat núna. „Ég var til dæmis einu sinni að deita strák sem var í kvikmyndaiðnaðinum og ég leyfði honum að hafa áhrif á sköpunina mína og sköpunargleðina. Það var rosalega slæmt fyrir mig.“ Júnía sækir innblásturinn út um allt og nýtur lífsins og sköpunargleðinnar til hins ítrasta.Instagram @junialin Stefnir á að skrifa bók Hún stefnir langt og leyfir sköpuninni að ráða förinni. „Ég dett svona inn og út úr flæðinu. Maður er með ákveðið stórt markmið í framtíðinni. Fyrir mér er það að halda þessu áfram, að vera listrænn stjórnandi. Ég mun alltaf vilja vinna fyrir Laufeyju en það væri líka geggjað að geta samhliða til dæmis tekið yfir hjá einhverju tískufyrirtæki eða byggja mitt eigið brand. Svo langar mig rosalega mikið að skrifa bók. Ekki endilega um lífið mitt en samt um stelpu sem fer í gegnum eitthvað svipað. Ég skrifa í dagbókina mína með þá sýn, að þetta komist á blað í bók einn daginn,“ segir Júnía stútfull af innblæstri að lokum.
Íslendingar erlendis Laufey Lín Tónlist Menning Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira