Ráðherra undrast að sjúkraflug hafi tafist vegna óvissu um greiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2019 12:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira