Körfubolti

Fréttamynd

Orlando lagði Cleveland á útivelli

Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar mæta Bologna

Benetton Treviso, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, vann í gær útisigur á Bologna 90-85 sem tryggði liðinu fjórða sætið í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Benetton Treviso í kvöld. Þá mætti liðið Bancateras Teramo sem er í þriðja sæti deildarinnar en Benetton er í því sjötta.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór hefur alltaf byrjað á sigri á Ítalíu

Jón Arnór hefur unnið sinn fyrsta leik á tímabili öll þrjú árin sín á Ítalíu með Napoli 2005-2006 og Lottomatica 2007-2008. Jón Arnór leikur sinn fyrsta leik með Benetton Treviso í kvöld þegar liðið tekur á móti Banca Tercas Teramo í Palaverde-höllinni í Treviso.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríska liðið Panathinaikos vann Euroleague

Gríska liðið Panathinaikos er besta körfuboltalið Evrópu eftir 73-71 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í úrslitaleik í Berlín í kvöld. Þetta er í fimmta sinn sem Panathinaikos verður Evrópumeistari en CSKA vann Euroleague í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór kynntur á blaðamannafundi í dag

Jón Arnór Stefánsson verður kynntur sem nýr leikmaður Benetton Basket Treviso á sérstökum blaðamannafundi í Palaverde-höllinni í Treviso klukkan 17.15 í dag að ítölskum tíma sem er klukkan 15.15 að íslenskum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Norður Karólína háskólameistari

Lið Norður Karólínu varð í nótt háskólameistari í körfuknattleik í Bandaríkjunum þegar liðið vann auðveldan sigur á Michigan í úrslitaleik í Detroit 89-72.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU féll úr leik

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu í nótt fyrir South Dakota í fyrstu umferð NCAA-úrslitakeppninnar, 90-55.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir af fimm spá sigri hjá Helenu og félögum

Tveir af fimm spámönnum heimasíðu WNBA-deildarinnar spá því að Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU komist í gegnum fyrstu umferð NCAA-deildarinnar. Helena hefur átt frábært tímabil með TCU sem fékk boð um að taka þátt í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena enn og aftur með tvöfalda tvennu

Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir TCU í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Liðið vann þá sigur á Utah, 53-47, í lokaleik deildakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena setti persónulegt met í tapleik

Helena Sverrisdóttir setti persónulegt met í nótt þegar hún skoraði 27 stig fyrir lið sitt TCU í bandaríska háskólaboltanum, en það nægði liðinu ekki þegar það tapaði 73-63 fyrir Utah á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena tryggði TCU sigurinn

Helena Sverrisdóttir reyndist liði sínu dýrmæt í lokin í gærkvöld þegar liðið vann nauman útisigur á Wyoming 81-78 í bandarísku háskóladeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Annað tap hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU töpuðu öðrum leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Texas A&M 64-50.

Körfubolti
Fréttamynd

ESPN fjallar um Helenu

Helena Sverrisdóttir hefur vakið mikla athygli með TCU í bandaríska háskólaboltanum. Í dag fjallaði vefmiðill ESPN um Helenu og frammistöðu hennar í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Góð byrjun hjá Brynjari

Brynjar Þór Björnsson fór vel af stað með liði sínu Francis Marion í bandaríska háskólaboltanum í gær og jafnaði skólamet í fyrsta leiknum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

María Ben stigahæst hjá Lady Broncs

María Ben Erlingsdóttir byrjar vel í bandaríska háskólaboltanum því hún var stigahæst í fyrsta leik University of Texas-Pan American (UTPA) í nótt þegar hún skoraði 10 stig í 54-58 tapi fyrir Texas A&M-Kingsville.

Körfubolti