Körfubolti

Fréttamynd

Sigurganga Dallas heldur áfram

Dallas vann í nótt 11. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto. Utah lagði San Antonio í uppgjöri efstu liðanna í deildinni og þá tapaði Cleveland enn eina ferðina fyrir einu af lakari liðum deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Redd skaut Lakers í kaf

Michael Redd átti stórleik í nótt þegar Milwaukee bar sigurorð af LA Lakers á útivelli 109-105 í NBA deildinni. Redd skoraði 45 stig, þar af 18 í lokaleikhlutanum og afstýrði þar með 11. tapi Milwaukee í röð gegn Lakers. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en var með afleita skotnýtingu. Lamar Odom var bestur hjá Lakers með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans - Toronto í beinni

Leikur New Orleans Hornets og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan 1 eftir miðnættið. New Orleans er erfitt heim að sækja þó liðið spili heimaleiki sína raunar í Oklahoma-borg, en Toronto hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu. Rétt er að minna svo á leik Dallas og Sacramento sem verður í beinni á Sýn á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Dunleavy framlengir við Clippers

Þjálfarinn Mike Dunleavy hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár og fær fyrir það um 21 milljón dollara. Los Angeles Times greindi frá þessu í gærkvöld. Dunleavy hefur átt stóran þátt í því að rífa lið Clippers upp úr meðalmennskunni og þrátt fyrir að leiktíðin í ár hafi ekki byrjað glæsilega, en liðið náði besta árangri í þrjá áratugi á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíu sigrar í röð hjá Dallas

Dallas vann í nótt 10. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á Minnesota 93-87 í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Josh Howard og Dirk Nowitzki skoruðu 15 stig hvor fyrir Dallas en Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Dallas og Minnesota í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan hálf tvö í nótt. Dallas er heitasta liðið í NBA og hefur unnið níu leiki í röð og þá er leikur kvöldsins fín upphitun fyrir leik Dallas og Sacramento sem sýndur verður beint á Sýn á föstudagskvöldið klukkan eitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimmti sigur Denver í röð

Carmelo Anthony skoraði 33 stig þegar Denver lagði LA Clippers á heimavelli 103-88 í NBA deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigurleikur Denver í röð í deildinni og er Anthony stigahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er með 31 stig að meðaltali. Corey Maggette var besti leikmaður Clippers í leiknum með 22 stig og 12 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas með níunda sigurinn í röð

Dallas vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti New Orleans á heimavelli sínum, en Utah Jazz tapaði loks eftir átta leikja sigurgöngu þegar liðið tapaði fyrir Golden State á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas og Utah með 8 sigra í röð

Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni í nótt

Það verður mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt þar sem ekkert var leikið í gærkvöld vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Nokkrir mjög athyglisverðir leikir verða í nótt og NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu sýnir leik Indiana og Cleveland beint klukkan eitt eftir miðnættið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurganga Utah Jazz heldur áfram

Spútniklið Utah Jazz hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í nótt þegar liðið skellti Sacramento á útivelli 110-101. Þetta var 11. sigur liðsins í fyrstu 12 leikjunum í vetur og er liðið öllum að óvörum í efsta sæti deildarinnar. Þetta var auk þess þriðji leikurinn í röð þar sem lið Utah vinnur upp 16 stiga forskot eða meira í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Clippers - Seattle í beinni í nótt

Leikur Los Angeles Clippers og Seattle Supersonics verður á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Lið Clippers heldur uppteknum hætti frá í fyrra og hefur byrjað leiktíðina mjög vel svo hætt er við því að Seattle eigi á brattann að sækja í Staples Center í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Koba Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni, er nú óðum að finna fyrra form eftir hnéuppskurð í sumar. Hann skoraði 40 stig í 105-101 sigri Lakers á grönnum sínum í LA Clippers í nótt. Elton Brand skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers og Corey Magette skoraði einnig 20 stig. Lakers hefur unnið 8 leiki og tapað aðeins 3.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta byrjun í sögu Utah Jazz

Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan afgreiddi Sacramento

Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðgerðin á Shaq gekk vel

Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland

Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah heldur sínu striki

Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal þarf í aðgerð

NBA meistarar Miami Heat verða án miðherja síns Shaquille O´Neal næstu 4-6 vikurnar eftir að læknar liðsins tilkynntu í kvöld að hann þyrfti í uppskurð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir meistarana, sem hafa ekki byrjað leiktíðina með neinum glæsibrag.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu í kvöld og hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hefur farið ágætlega af stað, en Minnesota er í miklu basli í Vesturdeildinni og á von á erfiðum leik gegn LeBron James og félögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Webber ósáttur við hlutskipti sitt

Framherjinn Chris Webber hjá Philadelphia 76ers hefur farið fram á fund með eiganda liðsins og lýst yfir óánægju sinni með það hvað hann fær lítið að spila. Webber skoraði aðeins 6 stig á 23 mínútum í síðasta leik með liði sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston lagði Chicago

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State vann góðan sigur á Sacramento og Houston skellti Chicago á heimavelli þrátt fyrir að glutra enn og aftur niður góðu forskoti í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State - Sacramento í beinni

Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Kenyon Martin úr leik

Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var.

Körfubolti
Fréttamynd

Charlotte lagði San Antonio

Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando - Denver í beinni á miðnætti

Leikur Orlando Magic og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Hér er um að ræða mjög forvitnilegan leik fyrir margra hluta sakir, því Denver hefur ekki landað sigri í Orlando síðan í mars 1992.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt gengi Utah Jazz heldur áfram

Utah Jazz er með besta árangur allra liða í NBA deildinni eftir að liðið lagði LA Clippers 112-90 á heimavelli sínum í nótt. Utah hefur unnið 7 leiki og tapað 1, en lið Clippers hafði unnið 5 leiki í röð áður en það lá í Salt Lake City í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State - Toronto í beinni

Leikur Golden State Warriors og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt klukkan 3:30. Golden State hefur byrjað ágætlega undir stjórn Don Nelson, en hjá Toronto er fjölmenn sveit Evrópubúa enn að slípa sig inn í NBA deildina.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapa New York og Boston

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og unnust þeir allir á útivöllum. Cleveland lagði New York í Madison Square Garden, Seattle vann óvæntan sigur á New Jersey og Orlando skellti Boston.

Körfubolti