Körfubolti

Fréttamynd

Gasol frá keppni í fjóra mánuði

Spænski framherjinn Paul Gasol verður á hliðarlínunni næstu fjóra mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á vinstri fæti. Þetta er mikið áfall fyrir lið Memphis Grizzlies í NBA þar sem Gasol er lykilmaður liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Gary Payton framlengir við Miami

Leikstjórnandinn Gary Payton hefur efnt loforð sitt frá því í vor og hefur nú framlengt samning sinn við NBA meistara Miami Heat um eitt ár. Payton fær aðeins rúma milljón dollara í árslaun fyrir samninginn og segist vilja vinna annan titil með liðinu áður en hann leggur skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn

Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar heimsmeistarar

Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistarartitilinn í körfubolta með í fyrsta sinn með óvæntum stórsigri á Grikkjum í úrslitaleik 70-49. Spánverjar léku án síns besta manns, Pau Gasol, en það kom ekki að sök. Gasol meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Argentínu, en hann var kosinn maður mótsins eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol spilar ekki úrslitaleikinn

Spænski framherjinn Pau Gasol getur ekki spilað úrslitaleikinn á HM með liði Spánverja eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. Gasol hefur verið langbesti maður spænska liðsins á leið þess í úrslitaleikinn og er þetta því gríðarleg blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur skorað að meðaltali rúm 21 stig og hirt yfir 9 fráköst. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn hirtu bronsið

Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar í úrslit

Það verða Spánverjar og Grikkir sem leika til úrslita á HM í körfubolta eftir að liðið vann nauman sigur á Ólympíumeisturum Argentínu í undanúrslitunum í dag 75-74. Leikurinn var í járnum allan tímann, en spænska liðið náði að landa naumum sigri á lokasekúndunum þrátt fyrir að vera án Pau Gasol sem meiddist á ökkla í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Grikkir lögðu Bandaríkjamenn

Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Repúblikanarnir eru að eyðileggja landið

Fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley íhugar nú að fara í framboð til fylkisstjóra í Alabama og í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina sem fer í loftið á sunnudag, segir Barkley að Repúblikanar séu að fara eyðileggja Bandaríkin. Hann sagðist ennfremur ekkert hafa á móti því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband.

Körfubolti
Fréttamynd

Tyrkir létu jarðskjálfta ekki hafa áhrif á sig

Það verða Tyrkir og Frakkar sem keppa um fimmta sætið á HM í körfubolta eftir leiki dagsins á mótinu í Japan. Tyrkir lögðu Litháa 95-84 í framlengdum leik, þar sem jarðskjálfti upp á 4,8 á Richter skók höllina í hálfleik og Frakkar lögðu Þjóðverja síðar í dag 75-73 þar sem Mickael Gelabale skoraði sigurkörfuna í lokin. Joseph Gomis skoraði 22 stig fyrir Frakka en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, þar af 21 í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Grikkir og Bandaríkjamenn í undanúrslit

Evrópumeistarar Grikkja og Bandaríkjamenn tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Grikkir unnu Frakka auðveldlega 73-56 í morgun og í hádeginu lögðu Bandaríkjamenn Þjóðverja 85-65, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta í sóknarleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State

Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánn og Argentína í undanúrslit

Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur.

Körfubolti
Fréttamynd

Al Harrington loksins til Indiana

Framherjinn Al Harrington er loksins genginn í raðir Indiana Pacers frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Félögin hafa þráttað við samningaborðið í allt sumar en í dag varð loks ljóst að Harrington gengi aftur til liðs við félagið sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. Harrington er 26 ára gamall og skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Riðlakeppninni á HM í körfubolta í Japan er nú lokið og ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar. Bandaríkjamenn völtuðu yfir Senegala í lokaleik sínum í dag og vann liðið því alla fimm leiki sína í riðlinum. Evrópumeistarar Grikkja lögðu Tyrki 76-69 og unnu einnig alla leiki sína í riðlakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki fór hamförum

Dirk Nowitzki var gjörsamlega óstöðvandi í morgun þegar Þjóðverjar unnu 108-103 sigur á Angóla í rafmögnuðum þríframlengdum leik á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Nowitzki skoraði 47 stig og hirti 16 fráköst fyrir Þjóðverja, en þetta var í fyrsta sinn í sögu HM sem leikur fer í þrjár framlengingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley verður áfram með Miami

Hinn sigursæli þjálfari Pat Riley, sem þjálfaði Miami Heat og stýrði liðinu til NBA meistaratitilsins í vor, hefur tilkynnt að hann muni þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Riley hefur legið undir feldi í allt sumar og í dag gaf Miami út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Riley verði áfram þjálfari liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony setti met í sigri Bandaríkjamanna

Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar bandaríska landsliðið í körfubolta lagði sterkt lið Ítala 94-85 á HM í körfubolta í dag. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjamanna í röð og tryggði sigurinn liðinu toppsætið í D-riðli. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg stig og Anthony í landsleik fyrir Bandaríkin, en eldra metið átti Kenny Anderson þegar hann skoraði 34 stig fyrir landsliðið árið 1990.

Körfubolti
Fréttamynd

Ítalir, Grikkir og Tyrkir áfram

Ítalir, Grikkir og Tyrkir tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Áður höfðu Bandaríkjamenn tryggt sæti sitt þar, en öll fjögur liðin hafa unnið sigra í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Bandaríkjamönnum

Bandaríkjamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta þegar þeir lögðu Slóvena nokkuð örugglega í Sapporo 114-95. Sigur Bandaríkjamanna var aldrei í hættu í dag en á morgun mætir liðið sterku liði Ítala sem er taplaust í keppninni til þessa. Dwyane Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 20 stig, LeBron James skoraði 19 stig og Elton Brand skoraði 16 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar í góðum málum

Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Körfubolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Bandaríkjamönnum

Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili tryggði heimsmeisturunum sigur

Bakvörðurinn snjalli Manu Ginobili var maðurinn á bak við sigur heimsmeistara Argentínu á Frökkum 80-70 í opnunarleik liðanna á HM sem fram fer í Japan. Ginobili skoraði 25 stig fyrir lið Argentínu og Andres Nocioni skoraði 18 stig, en franska liðið var án Tony Parker sem er fingurbrotinn og tekur ekki þátt í mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Mourning framlengir við Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur skrifað undir eins árs samning um að leika með NBA meisturum Miami Heat á næstu leiktíð, en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði sér að spila eitt ár í viðbót áður en hann leggði skóna á hilluna. Mourning var lykilmaður hjá liði Miami í fyrra þegar hann var varamaður Shaquille O´Neal.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum

Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tony Parker fingurbrotinn og missir af HM

Leikstjórnandinn Tony Parker getur ekki leikið með Frökkum á HM í körfubolta sem hefst í Japan á morgun eftir að í ljós kom að hann er fingurbrotinn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir franska landsliðið sem mætir gríðarlega sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik sínum á morgun. Parker hefur þegar verið beðinn um að snúa aftur í herbúðir San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, þar sem hann mun fá læknismeðferð.

Körfubolti
Fréttamynd

James, Wade og Anthony fyrirliðar

Mike Krzyzewski, þjálfari körfuboltalandsliðs Bandaríkjanna, hefur útnefnt þá LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony sem fyrirliða liðsins á HM sem hefst í Japan á morgun. Þremenningarnir komu allir inn í NBA deildina árið 2003 og eru stigahæstu leikmenn bandaríska liðsins í þeim fimm undirbúningsleikjum sem það hefur spilað að undanförnu.

Körfubolti
Fréttamynd

Bruce Bowen fer ekki á HM

Varnarjaxlinn Bruce Bowen frá San Antonio Spurs fékk það leiðinlega hlutskipti í gær að verða síðasti maðurinn sem ekki náði inn í landsliðshóp Bandaríkjamanna fyrir HM í körfubolta sem hefst í Japan um helgina. Það er því ljóst hvaða 12 menn skipa bandaríska landsliðið að þessu sinni, en liðið hefur ekki orðið heimsmeistari síðan 1994.

Sport
Fréttamynd

Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit

Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum.

Sport