Körfubolti

Fréttamynd

Elvar Már frábær í tvíframlengdum leik

Tvíframlengja þurfti leik Barry og Tampa í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. Elvar Már Friðriksson hefði getað tryggt Barry sigurinn eftir fyrri framlenginguna, en flautuþristur hans geigaði og lengja þurfti leikinn aftur um fimm mínútur.

Körfubolti
Fréttamynd

Craig þarf að svara ýmsum spurningum

Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Trygg(v)ir ekki eftir á

Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin: Þetta verður erfið nótt

"Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Græði meira með landsliðinu

Ísland mætir Búlgaríu í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Fyrsti leikur undankeppninnar tapaðist gegn Tékkum ytra á föstudaginn. Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki að spila með íslenska landsliðinu í þeim leik, en lið hans Valencia hleypti honum ekki í leikinn vegna þátttöku liðsins í Euroleague.

Sport
Fréttamynd

Martin bar af í Tékklandi

Strákarnir í körfuboltalandsliðinu töpuðu, 89-69, fyrir Tékklandi í gær. Þriggja stiga nýting íslenska liðsins var afleit og það var í vandræðum í frákastabaráttunni. Martin Hermannsson var stigahæstur á vellinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin skoraði 12 stig í tapi

Franski körfuboltinn hélt áfram göngu sinni í dag með mörgum leikjum en Íslendingarnir Martin Hermannsson og Haukur Helgi voru báðir í eldlínunni í dag.

Körfubolti