Stj.mál Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. Erlent 5.1.2006 07:51 Bæjarstjóri Seltjarnarness gefur starfsmönnum gjafabréf án samþykkis Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. Innlent 4.1.2006 22:12 Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002. Innlent 4.1.2006 20:41 Vilja sambærileg laun og í Reykjavík Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. Innlent 4.1.2006 20:36 Ekki búið að taka afstöðu til beiðni Neytendasamtaka Ekki er búið að taka afstöðu til beiðni formanns Neytendasamtakanna um að samtökin fái aðild að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Formaður Neytendasamtakanna skrifaði forsætisráðherra bréf þar að lútandi en ráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins. Innlent 4.1.2006 13:21 Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. Innlent 4.1.2006 12:53 Starfslokasamningar hljóti samþykki hluthafa Stjórnum fyrirtækja verður gert skylt að leggja starfslokasamninga undir hluthafafund nái væntanlegt frumvarp Samfylkingarþingmanna um breytingar á hlutafélagalögum fram að ganga. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þar með yrðu það ekki fámennar klíkur sem tækju ákvarðanir um slíka samninga heldur raunverulegir hluthafar í viðkomandi fyrirtækjum. Innlent 4.1.2006 11:54 Rannsóknardeildin réð úrslitum Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Innlent 4.1.2006 10:53 Telja meirihluta þingmanna spilltan Meirihluti þingmanna er spilltur að mati meirihluta Bandaríkjamanna samkvæmt skoðanankönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. Ekki nóg með það heldur telja þeir að um fimmtungur þingmanna sé mjög spilltur. Erlent 4.1.2006 09:12 Óttast um efnahag Úkraínumanna hækki verð á gasi Svo kann að fara að þjóðaframleiðsla Úkraínumanna lækki um fimm prósent á þessu ári og verðbólga aukist um allt að þrjátíu prósent ef verð á rússnesku gasi, sem selt er til Úkraínu, fjórfaldast líkt og Rússar hafa krafist. Erlent 3.1.2006 16:52 Íranar hefja kjarnorkurannsóknir á ný Íranar ætla að hefja kjarnorkurannsóknir á ný þrátt fyrir mikla andstöðu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins. Erlent 3.1.2006 16:47 Björk býður sig fram fyrir Samfylkinguna og óháða Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinsti grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prókjöri Samfylkingarinnar og óháðra sem fram fer dagana 11. - 12. febrúar næst komandi. Innlent 3.1.2006 15:15 Svælum sjóræningja af miðunum Stjórnvöld hafa ákveðið að hefja átak gegn sjóræningjaveiðum á miðunum við Reykjaneshrygg. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi klukkan tvö. Innlent 3.1.2006 14:06 Vilja aðild að matvælanefnd Formaður Neytendasamtakanna hefur skrifað forsætisráðherra bréf þar sem hann fer fram á aðild samtakanna að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Innlent 3.1.2006 13:55 Eðli og umfang fyrirframgreiðslna til ríkis breytist til muna Eðli og umfang fyrirframgreiðslna á þinggjöldum, bæði einstaklinga og lögaðila, breytist til mikilla muna á þessu ári vegna afnáms eignarskatts. Afnám hans þýðir að fyrirframgreiðsla nær nú til tekjuskatts og iðnaðarmálagjalds hjá lögaðilum eftir því sem fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 3.1.2006 12:51 Flumbrugangur Geirs vítaverður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 12:00 Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd. Innlent 3.1.2006 11:28 Hagstofustjóri verður formaður matvælanefndar Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður nefndar sem ætlað er að stuðla að lækkun matarverðs á Íslandi. Forsætisráðherra boðaði skipan slíkrar nefndar í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. Innlent 3.1.2006 11:11 Mótmæla harðlega hækkun á fargjöldum Strætós Stjórn ungra vinstri grænna í Reykjavík mómælir harðlega allt að 13,6 prósenta hækkun á fargjöldum Strætós um áramótin. Þetta gangi þvert á stefnu þeirra í umhverfis- og samgöngumálum. Þeir benda á sem fýsilegan kost að allri gjaldtöku verði hætt af ungmennum, námsmönnum, eldri borgurum og öryrkjum. Innlent 3.1.2006 08:57 Ættu að reka stjórnarformanninn Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 06:41 Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. Innlent 2.1.2006 09:55 Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina hafa farið illa með tímann Laun embættismanna hækka um tvö og hálft prósent eftir mánuð, en fram að því gildir úrskurður Kjaradóms. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina hafa farið illa með tímann og leysa hefði mátt málið fyrir áramót. Forseti ASÍ fagnar niðurstöðunni en skilur ekki hvers vegna beðið er með að láta hana taka gildi. Innlent 30.12.2005 20:48 Sveitarfélög í fyrsta sinn færri en hundrað Sveitarfélögum landsins fækkar um þrjú á nýársdag þegar sameining fjögurra sveitarfélaga undir nafni Húnavatnshrepps tekur gildi. Innlent 30.12.2005 16:58 Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32 Forsætisráðherra hafði ekki samráð við stjórnarandstöðu Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna vilja að þingið verði kallað saman á morgun eða hinn, til að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Formenn flokkanna segja rangt að forsætisráðherra hafi haft samráð við formenn þingflokkanna áður en hann ákvað að biðja formann Kjaradóms að endurskoða úrskurð sinn frá nítjánda desember. Innlent 29.12.2005 22:17 Íhuga að bjóða fram foreldralista vegna leikskólavanda Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi ræða nú í fullri alvöru um að bjóða fram sérstakan foreldralista í bæjarstjórnarkosningum. Fjórir fílefldir starfsmenn hafa þó ráðist til starfa á leikskólann Dal en til stóð að loka deildum á skólanum sökum manneklu. Einn er sonur starfsmannastjóra bæjarins, annar dóttir fræðslustjórans og tveir eru fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækis bæjarstjórans. Innlent 29.12.2005 19:21 Ellefu manns í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík Ellefu manns gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer 28. janúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Óskar Bergsson húsasmíðameistari. Innlent 29.12.2005 19:03 Jón formaður nefndar sem skoðar málefni Kjaradóms Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, formann nefndar til að fara yfir málefni Kjaradóms, eftir að dómurinn ákvað að breyta ekki úrskurði sínum um kjör æðstu embættismanna. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að skipa fulltrúa í nefndina nema þing verði kallað saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 15:49 Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005. Breytingarnar varða m.a. jarðvarmavirkjun við Hágöngur og lagningu háspennulínu frá þeirri virkjun og breytingu skálasvæðis við Kerlingarfjöll í hálendismiðstöð vegna ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra hefur hins vegar synjað staðfestingu á þeim hluta svæðisskipulagstillögunnar sem lýtur að Norðlingaölduveitu. Innlent 29.12.2005 15:32 Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 13:21 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 187 ›
Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. Erlent 5.1.2006 07:51
Bæjarstjóri Seltjarnarness gefur starfsmönnum gjafabréf án samþykkis Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. Innlent 4.1.2006 22:12
Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002. Innlent 4.1.2006 20:41
Vilja sambærileg laun og í Reykjavík Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. Innlent 4.1.2006 20:36
Ekki búið að taka afstöðu til beiðni Neytendasamtaka Ekki er búið að taka afstöðu til beiðni formanns Neytendasamtakanna um að samtökin fái aðild að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Formaður Neytendasamtakanna skrifaði forsætisráðherra bréf þar að lútandi en ráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins. Innlent 4.1.2006 13:21
Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. Innlent 4.1.2006 12:53
Starfslokasamningar hljóti samþykki hluthafa Stjórnum fyrirtækja verður gert skylt að leggja starfslokasamninga undir hluthafafund nái væntanlegt frumvarp Samfylkingarþingmanna um breytingar á hlutafélagalögum fram að ganga. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þar með yrðu það ekki fámennar klíkur sem tækju ákvarðanir um slíka samninga heldur raunverulegir hluthafar í viðkomandi fyrirtækjum. Innlent 4.1.2006 11:54
Rannsóknardeildin réð úrslitum Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Innlent 4.1.2006 10:53
Telja meirihluta þingmanna spilltan Meirihluti þingmanna er spilltur að mati meirihluta Bandaríkjamanna samkvæmt skoðanankönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. Ekki nóg með það heldur telja þeir að um fimmtungur þingmanna sé mjög spilltur. Erlent 4.1.2006 09:12
Óttast um efnahag Úkraínumanna hækki verð á gasi Svo kann að fara að þjóðaframleiðsla Úkraínumanna lækki um fimm prósent á þessu ári og verðbólga aukist um allt að þrjátíu prósent ef verð á rússnesku gasi, sem selt er til Úkraínu, fjórfaldast líkt og Rússar hafa krafist. Erlent 3.1.2006 16:52
Íranar hefja kjarnorkurannsóknir á ný Íranar ætla að hefja kjarnorkurannsóknir á ný þrátt fyrir mikla andstöðu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins. Erlent 3.1.2006 16:47
Björk býður sig fram fyrir Samfylkinguna og óháða Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinsti grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prókjöri Samfylkingarinnar og óháðra sem fram fer dagana 11. - 12. febrúar næst komandi. Innlent 3.1.2006 15:15
Svælum sjóræningja af miðunum Stjórnvöld hafa ákveðið að hefja átak gegn sjóræningjaveiðum á miðunum við Reykjaneshrygg. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi klukkan tvö. Innlent 3.1.2006 14:06
Vilja aðild að matvælanefnd Formaður Neytendasamtakanna hefur skrifað forsætisráðherra bréf þar sem hann fer fram á aðild samtakanna að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Innlent 3.1.2006 13:55
Eðli og umfang fyrirframgreiðslna til ríkis breytist til muna Eðli og umfang fyrirframgreiðslna á þinggjöldum, bæði einstaklinga og lögaðila, breytist til mikilla muna á þessu ári vegna afnáms eignarskatts. Afnám hans þýðir að fyrirframgreiðsla nær nú til tekjuskatts og iðnaðarmálagjalds hjá lögaðilum eftir því sem fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 3.1.2006 12:51
Flumbrugangur Geirs vítaverður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 12:00
Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd. Innlent 3.1.2006 11:28
Hagstofustjóri verður formaður matvælanefndar Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður nefndar sem ætlað er að stuðla að lækkun matarverðs á Íslandi. Forsætisráðherra boðaði skipan slíkrar nefndar í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. Innlent 3.1.2006 11:11
Mótmæla harðlega hækkun á fargjöldum Strætós Stjórn ungra vinstri grænna í Reykjavík mómælir harðlega allt að 13,6 prósenta hækkun á fargjöldum Strætós um áramótin. Þetta gangi þvert á stefnu þeirra í umhverfis- og samgöngumálum. Þeir benda á sem fýsilegan kost að allri gjaldtöku verði hætt af ungmennum, námsmönnum, eldri borgurum og öryrkjum. Innlent 3.1.2006 08:57
Ættu að reka stjórnarformanninn Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 06:41
Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. Innlent 2.1.2006 09:55
Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina hafa farið illa með tímann Laun embættismanna hækka um tvö og hálft prósent eftir mánuð, en fram að því gildir úrskurður Kjaradóms. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina hafa farið illa með tímann og leysa hefði mátt málið fyrir áramót. Forseti ASÍ fagnar niðurstöðunni en skilur ekki hvers vegna beðið er með að láta hana taka gildi. Innlent 30.12.2005 20:48
Sveitarfélög í fyrsta sinn færri en hundrað Sveitarfélögum landsins fækkar um þrjú á nýársdag þegar sameining fjögurra sveitarfélaga undir nafni Húnavatnshrepps tekur gildi. Innlent 30.12.2005 16:58
Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32
Forsætisráðherra hafði ekki samráð við stjórnarandstöðu Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna vilja að þingið verði kallað saman á morgun eða hinn, til að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Formenn flokkanna segja rangt að forsætisráðherra hafi haft samráð við formenn þingflokkanna áður en hann ákvað að biðja formann Kjaradóms að endurskoða úrskurð sinn frá nítjánda desember. Innlent 29.12.2005 22:17
Íhuga að bjóða fram foreldralista vegna leikskólavanda Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi ræða nú í fullri alvöru um að bjóða fram sérstakan foreldralista í bæjarstjórnarkosningum. Fjórir fílefldir starfsmenn hafa þó ráðist til starfa á leikskólann Dal en til stóð að loka deildum á skólanum sökum manneklu. Einn er sonur starfsmannastjóra bæjarins, annar dóttir fræðslustjórans og tveir eru fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækis bæjarstjórans. Innlent 29.12.2005 19:21
Ellefu manns í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík Ellefu manns gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer 28. janúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Óskar Bergsson húsasmíðameistari. Innlent 29.12.2005 19:03
Jón formaður nefndar sem skoðar málefni Kjaradóms Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, formann nefndar til að fara yfir málefni Kjaradóms, eftir að dómurinn ákvað að breyta ekki úrskurði sínum um kjör æðstu embættismanna. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að skipa fulltrúa í nefndina nema þing verði kallað saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 15:49
Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005. Breytingarnar varða m.a. jarðvarmavirkjun við Hágöngur og lagningu háspennulínu frá þeirri virkjun og breytingu skálasvæðis við Kerlingarfjöll í hálendismiðstöð vegna ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra hefur hins vegar synjað staðfestingu á þeim hluta svæðisskipulagstillögunnar sem lýtur að Norðlingaölduveitu. Innlent 29.12.2005 15:32
Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 13:21
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti