Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2024 14:38 Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í fjórtán mánuði. Vísir/Vilhelm Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“ Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“
Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira