Lögreglumál

Fréttamynd

Lög­reglu­bílar skemmdir eftir eftir­för

Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

Innlent
Fréttamynd

Flassarinn í Laugar­dalnum í gæslu­varð­hald

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur við Eiðsgranda

Lögreglan skimar nú grjótgarðinn við Eiðsgranda eftir líkfund og er málið til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ljóða-Valdi málaður upp sem barna­pervert á Face­book

Valdimar Tómasson, sem betur er þekktur sem Ljóða-Valdi en hann er eitt þekktasta ljóðskáld landsins, var gripinn við þá iðju að taka mynd af stúlku í Nettó. Hann var umsvifalaust málaður upp sem barnapervert á Facebook sem Valdimar segir algerlega úr lausu lofti gripið.

Innlent
Fréttamynd

Á skilorði en heldur áfram að bera sig

Karlmaður hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal og eru foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu. Móðir stúlku sem lenti í manninum í gær ætlar að kæra hann til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján prósent aukning í til­kynningum um nauðganir

Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á ökumann undir stýri

Tilkynnt var um líkamsárás í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem kona og maður virðast hafa ráðist á þriðja mann.

Innlent
Fréttamynd

Yfirmaður hjá Arion handtekinn á árshátíð

Háttsettur yfirmaður í Arion banka mun hafa verið handtekinn vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð á árshátíð fyrirtækisins. Þetta var um síðustu helgi og er öryggisvörðurinn sagður ætla að leggja fram kæru.

Innlent
Fréttamynd

Féll fjóra metra á flísa­lagt gólf á tón­leikum

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð úr skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um slys í hverfi 105 í Reykjavík. Þar var maður á tónleikum talinn hafa fallið yfir handrið á stúku og um fjóra metra niður á flísalagt gólf.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“

Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 

Innlent
Fréttamynd

Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á

Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum

Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu.  Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Innlent