Fótbolti

Ari Freyr og félagar gerðu strákunum hans Vincent Kompany grikk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr lék allan leikinn gegn Anderlecht.
Ari Freyr lék allan leikinn gegn Anderlecht. vísir/bára
Ari Freyr Skúlason og félagar í Oostende hefðu vart getað beðið um betri byrjun á tímabilinu því í dag vann liðið 1-2 sigur á Anderlecht á útivelli í 1. umferð belgísku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var fyrsti deildarleikur Anderlecht undir stjórn Vincents Kompany. Gamli Manchester City-fyrirliðinn lék allan leikinn í vörn Anderlecht. Fyrrverandi samherji Kompanys hjá City, Samir Nasri, kom inn á þegar hálftími var eftir.

Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Oostende. Hann fékk gult spjald í uppbótartíma.

Ari Freyr gekk í raðir Oostende í lok maí. Hann lék áður með Lokeren í tæp þrjú ár.

Oostende endaði í fjórtánda og þriðja neðsta sæti belgísku deildarinnar á síðasta tímabili.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn Oostende fagna sigrinum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×