Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif. Veiði 5.10.2011 09:26 Rjúpa eða ekki rjúpa? Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur. Veiði 4.10.2011 14:25 Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund. Veiði 4.10.2011 14:14 Bráðabirgðatölur úr Soginu Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. Veiði 4.10.2011 10:00 Fréttir úr Tungufljóti Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður. Veiði 3.10.2011 15:36 Lokatölur úr Andakílsá Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar. Veiði 3.10.2011 09:30 Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir. Veiði 3.10.2011 09:27 Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn ,,Aðstæður voru mjög erfiðar og við höfum oft veitt meira í Húseyjarkvísl. Sjóbirtingsveiðin var þó ágæt og fínir birtingar inn á milli. Enn og aftur voru það Kröfluflugurnar sem voru að skila okkur þessum fiskum enda eru þær mjög sterkar í sjóbirtingsveiðinni ekki síður en laxveiðinni,“ sagði Hörður Birgir Hafsteinsson en hann og félagar hans voru að ljúka veiðum í Húseyjarkvísl. Þetta var næst síðasta hollið á laxasvæðinu í ánni. Alls fékk hollið 3 laxa og 10 sjóbirtinga. Veiði 30.9.2011 13:45 Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Veiði 30.9.2011 09:30 Flott morgunveiði í Skagafirðinum í dag Eins og við sögðum ykkur frá í morgun voru menn að gera fína veiði í túnunum fyrir norðan í morgun, nánar tiltekið í Skagafirði. Við fengum senda mynd frá þeim núna rétt í þessu og það er ekki annað að sjá en að afrakstur morgunsins sé 28 gæsir og 5 endur. Veiði 29.9.2011 15:48 Sófaþjófnaður úr veiðihúsinu við Djúpavatn Síðastliðið haust var sófasetti stolið úr veiðihúsinu við Hlíðarvatn. Núna varð Djúpavatn fyrir barðinu á þjófum og sófasettinu var stolið þaðan um síðustu helgi. Veiði 29.9.2011 15:23 Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Ytri Rangá er að gefa ágætlega miðað við árstíma en undanfarið hefur veiðin verið í 35 til 50 laxar þó að síðustu tveir dagar gáfu minna eða um 20 laxa. Mest hefur veiðst á maðk undanfarið en flugan er ekki langt á eftir. Lúsugir laxar hafa veiðst síðustu daga svo það er en lax að ganga í ánni. Veiði 29.9.2011 14:58 Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Klukkan átta í morgun fengum við hjá Veiðivísi símtal frá veiðimenni sem var ofan í skurði og vildi koma því á framfæri að það væri allt fullt af gæs fyrir norðan í Skagafirðinum. Veiði 29.9.2011 09:13 Stórlaxar síðustu daga Þangað til að menn fara að vigta alla lengdarmælda stórlaxa, verður ekki hægt að tala um stærstu laxa eða bera saman hvað var að berast á land. 94 sentimetra lax, grútleginn, sem veiddist fyrir skemmstu í Vatnsdalsá var veginn 10 kg, eða 20 pund. Veiði 28.9.2011 09:42 Forúthlutunarvinna SVFR að hefjast Umsóknarferli forúthlutunar veiðileyfa fyrir sumarið 2011 lauk þann 20. september sl. Næstu tvær vikurnar eða svo mun úthlutunarvinna standa yfir. Veiði 27.9.2011 14:36 Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Þrátt fyrir misjafnar skoðanir stangaveiðimanna á veiðinni í sumar, þá eru heildar laxveiðitölurnar þær fjórðu hæstu frá upphafi skráninga! Veiði 27.9.2011 14:33 Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Veiði 27.9.2011 09:34 Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs Gæsaveiðin er komin á fullt og víða á landinu er hún farin að bunka sig saman á túnum, bændum frekar til óþurftar en annars. Í Skagafirði og Húnaflóa eru sum túnin svört af gæs en hún hefur verið frekar erfið til veiða vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Veiði 26.9.2011 09:53 Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. Veiði 26.9.2011 08:59 Fréttir úr Fossálum Fossálar eru að gefa mjög vel og eru hollin sem hitta á réttu aðstæðurnar að fá jafna og góða veiði. Menn sem voru í síðustu viku að veiða fengu 14 sjóbirtinga. Næsta holl þar á eftir lenti í miklum vatnavöxtum og fékk 3 birtinga. Þá komu menn sem voru að um helgina og fengu 11 sjóbirtinga. Í því holli fengust fiskar á veiðistöðum nr. 4, fimm fiskar komu á land á veiðistað nr. 8, þá nr.12, 18 og 19. Uppistaðan í aflanum var 5-8 pund Veiði 26.9.2011 08:54 Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Við fáum fréttir þessa dagana af fínni veiði á öllum okkar sjóbirtingssvæðum fyrir austan og er Grenlækur sv. 4 engin undantekning þar á. Þeir veiðimenn sem voru við veiðar á 18-20 sept. fengu 28 fallega sjóbirtinga. Allur fiskurinn var nýgenginn og og flestir 3-5 pund. Stærstur var 7 punda fiskur sem veiddur var í gamla árfarveginum. Mest fékkst út á flóðinu sjálfu og var hann allur veiddur á spón. Þess má einnig geta að félagið er nýbúið að koma litlum bát á svæðið til að auðvelda mönnum að komast um flóðið. Veiði 26.9.2011 08:50 Tungufljót að taka við sér Tungufljót í Skaftafellssýslu er að taka við sér. Hollið sem var við veiðar fram á hádegi í gær fékk 17 fiska, og var einn lax í aflanum. Veiði 24.9.2011 17:56 Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Veiði 23.9.2011 09:37 Misskipt veðurguða gæðum Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Veiði 23.9.2011 09:33 Ólíku saman að jafna í Dölunum Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Veiði 23.9.2011 09:31 Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34 Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38 Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13 Mynd af stórlaxinum í Kjarrá Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Veiði 22.9.2011 06:00 Gæsin seinna á ferð í ár Gæsin er um það bil mánuði seinna á ferð en venjulega í hefðbundnum haustundirbúningi sínum. Veiðitímabilið hófst 20. ágúst en þá var enn mikið af ungum á heiðum og gæsin var lítið farin að hópa sig niður á láglendið. Veiði 22.9.2011 04:00 « ‹ 115 116 117 118 119 120 121 122 123 … 133 ›
Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif. Veiði 5.10.2011 09:26
Rjúpa eða ekki rjúpa? Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur. Veiði 4.10.2011 14:25
Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund. Veiði 4.10.2011 14:14
Bráðabirgðatölur úr Soginu Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. Veiði 4.10.2011 10:00
Fréttir úr Tungufljóti Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður. Veiði 3.10.2011 15:36
Lokatölur úr Andakílsá Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar. Veiði 3.10.2011 09:30
Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir. Veiði 3.10.2011 09:27
Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn ,,Aðstæður voru mjög erfiðar og við höfum oft veitt meira í Húseyjarkvísl. Sjóbirtingsveiðin var þó ágæt og fínir birtingar inn á milli. Enn og aftur voru það Kröfluflugurnar sem voru að skila okkur þessum fiskum enda eru þær mjög sterkar í sjóbirtingsveiðinni ekki síður en laxveiðinni,“ sagði Hörður Birgir Hafsteinsson en hann og félagar hans voru að ljúka veiðum í Húseyjarkvísl. Þetta var næst síðasta hollið á laxasvæðinu í ánni. Alls fékk hollið 3 laxa og 10 sjóbirtinga. Veiði 30.9.2011 13:45
Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Veiði 30.9.2011 09:30
Flott morgunveiði í Skagafirðinum í dag Eins og við sögðum ykkur frá í morgun voru menn að gera fína veiði í túnunum fyrir norðan í morgun, nánar tiltekið í Skagafirði. Við fengum senda mynd frá þeim núna rétt í þessu og það er ekki annað að sjá en að afrakstur morgunsins sé 28 gæsir og 5 endur. Veiði 29.9.2011 15:48
Sófaþjófnaður úr veiðihúsinu við Djúpavatn Síðastliðið haust var sófasetti stolið úr veiðihúsinu við Hlíðarvatn. Núna varð Djúpavatn fyrir barðinu á þjófum og sófasettinu var stolið þaðan um síðustu helgi. Veiði 29.9.2011 15:23
Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Ytri Rangá er að gefa ágætlega miðað við árstíma en undanfarið hefur veiðin verið í 35 til 50 laxar þó að síðustu tveir dagar gáfu minna eða um 20 laxa. Mest hefur veiðst á maðk undanfarið en flugan er ekki langt á eftir. Lúsugir laxar hafa veiðst síðustu daga svo það er en lax að ganga í ánni. Veiði 29.9.2011 14:58
Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Klukkan átta í morgun fengum við hjá Veiðivísi símtal frá veiðimenni sem var ofan í skurði og vildi koma því á framfæri að það væri allt fullt af gæs fyrir norðan í Skagafirðinum. Veiði 29.9.2011 09:13
Stórlaxar síðustu daga Þangað til að menn fara að vigta alla lengdarmælda stórlaxa, verður ekki hægt að tala um stærstu laxa eða bera saman hvað var að berast á land. 94 sentimetra lax, grútleginn, sem veiddist fyrir skemmstu í Vatnsdalsá var veginn 10 kg, eða 20 pund. Veiði 28.9.2011 09:42
Forúthlutunarvinna SVFR að hefjast Umsóknarferli forúthlutunar veiðileyfa fyrir sumarið 2011 lauk þann 20. september sl. Næstu tvær vikurnar eða svo mun úthlutunarvinna standa yfir. Veiði 27.9.2011 14:36
Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Þrátt fyrir misjafnar skoðanir stangaveiðimanna á veiðinni í sumar, þá eru heildar laxveiðitölurnar þær fjórðu hæstu frá upphafi skráninga! Veiði 27.9.2011 14:33
Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Veiði 27.9.2011 09:34
Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs Gæsaveiðin er komin á fullt og víða á landinu er hún farin að bunka sig saman á túnum, bændum frekar til óþurftar en annars. Í Skagafirði og Húnaflóa eru sum túnin svört af gæs en hún hefur verið frekar erfið til veiða vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Veiði 26.9.2011 09:53
Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. Veiði 26.9.2011 08:59
Fréttir úr Fossálum Fossálar eru að gefa mjög vel og eru hollin sem hitta á réttu aðstæðurnar að fá jafna og góða veiði. Menn sem voru í síðustu viku að veiða fengu 14 sjóbirtinga. Næsta holl þar á eftir lenti í miklum vatnavöxtum og fékk 3 birtinga. Þá komu menn sem voru að um helgina og fengu 11 sjóbirtinga. Í því holli fengust fiskar á veiðistöðum nr. 4, fimm fiskar komu á land á veiðistað nr. 8, þá nr.12, 18 og 19. Uppistaðan í aflanum var 5-8 pund Veiði 26.9.2011 08:54
Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Við fáum fréttir þessa dagana af fínni veiði á öllum okkar sjóbirtingssvæðum fyrir austan og er Grenlækur sv. 4 engin undantekning þar á. Þeir veiðimenn sem voru við veiðar á 18-20 sept. fengu 28 fallega sjóbirtinga. Allur fiskurinn var nýgenginn og og flestir 3-5 pund. Stærstur var 7 punda fiskur sem veiddur var í gamla árfarveginum. Mest fékkst út á flóðinu sjálfu og var hann allur veiddur á spón. Þess má einnig geta að félagið er nýbúið að koma litlum bát á svæðið til að auðvelda mönnum að komast um flóðið. Veiði 26.9.2011 08:50
Tungufljót að taka við sér Tungufljót í Skaftafellssýslu er að taka við sér. Hollið sem var við veiðar fram á hádegi í gær fékk 17 fiska, og var einn lax í aflanum. Veiði 24.9.2011 17:56
Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Veiði 23.9.2011 09:37
Misskipt veðurguða gæðum Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Veiði 23.9.2011 09:33
Ólíku saman að jafna í Dölunum Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Veiði 23.9.2011 09:31
Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34
Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38
Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13
Mynd af stórlaxinum í Kjarrá Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Veiði 22.9.2011 06:00
Gæsin seinna á ferð í ár Gæsin er um það bil mánuði seinna á ferð en venjulega í hefðbundnum haustundirbúningi sínum. Veiðitímabilið hófst 20. ágúst en þá var enn mikið af ungum á heiðum og gæsin var lítið farin að hópa sig niður á láglendið. Veiði 22.9.2011 04:00