Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2011 09:30 Mynd af www.angling.is Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði
Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði