Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2011 09:30 Mynd af www.angling.is Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði
Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði