Stjörnuleit Idol heldur áfram 15. október 2004 00:01 Stjörnuleit Idol heldur áfram af fullum krafti á Stöð 2 á föstudögum. Í kvöld er röðin komin að Akureyringum og nærsveitarmönnum en þeir létu ekki sitt eftir liggja þegar útsendarar Stöðvar 2 heimsóttu höfuðstað Norðurlands í haust. Liðlega 70 þátttakendur mættu á Hótel KEA en í þeim hópi voru allmargir sem höfðu lagt á sig ferðalag frá ReykjavíkMYND/IDOL-stjörnuleit Til upprifjunar skal þess annars getið að áheyrnarpróf voru haldin á fimm stöðum á landinu. Söngstjörnurnar í höfuðborginni hafa þegar troðið upp á Stöð 2, Akureyringar eiga leikinn í kvöld en í næstu viku er förinni heitið til Vestmannaeyja. MYND/IDOL-stjörnuleit Þessum fyrsta hluta keppninnar lýkur svo með sameiginlegum þætti um áheyrnarprófin á Ísafirði og Egilsstöðum. Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni fengu fínar móttökur á Norðurlandi en Bubbi Morthens var veikur heima og missti af fjörinu. Liðlega 70 þátttakendur mættu á Hótel KEA en í þeim hópi voru allmargir sem höfðu lagt á sig ferðalag frá Reykjavík. Bið, endalaus bið. Áheyrnarprufurnar á Akureyri fóru fram 19. september. Þær hófust kl. 14:00 og stóðu langt fram eftir kvöldi.MYND/IDOL-stjörnuleit Norðanmenn eiga góðar minningar frá keppninni en Anna Katrín Guðbrandsdóttir sló í gegn í fyrra og komst í úrslitaþáttinn. Á Akureyri heyrði dómnefndin í mörgum efnilegum söngvurum. Fróðlegt verður að sjá hvort einhverjum þeirra tekst að feta í fótspor Önnu Katrínar sem stóð sig best allra af fulltrúum kvenþjóðarinnar í fyrstu Stjörnuleitinni. Kalli Bjarni með gítarinn. Sönghefð Norðlendinga er sannarlega fyrir hendi og þeir kunna ýmislegt fyrir sér. Til gamans má geta þess að ein kunnasta dægurlagahljómsveit allra tíma, hljómsveit Ingimars Eydals, var einmitt frá Akureyri en með sveitinni sungu nafntogaðir söngvarar. Víst er að marga Norðlendinga dreymir núna um að slá í gegn og komast í fremstu röð. Idol-stjarnan Kalli Bjarni hefur þegar náð þeim árangri en sjóarinn síkáti hefur aldrei verið jafn eftirsóttur. Fyrsta platan hans er líka komin út og ekki mun það draga úr vinsældum kappans. MYND/IDOL-stjörnuleit Fyrir þátttakendur í Stjörnuleitinni er hins vegar fram undan löng en skemmtileg leið á toppinn. Margir snjallir söngvarar eiga eftir að láta ljós sitt skína á Stöð 2 í vetur en aðeins einn mun ná hinu langþráða takmarki. MYND/IDOL-stjörnuleit MYND/IDOL-stjörnuleit MYND/IDOL-stjörnuleit Ekki missa af Idol Stjörnuleit föstudaga kl. 20.30 Sjá nánar á vef Idol-stjörnuleitar Menning Idol Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Stjörnuleit Idol heldur áfram af fullum krafti á Stöð 2 á föstudögum. Í kvöld er röðin komin að Akureyringum og nærsveitarmönnum en þeir létu ekki sitt eftir liggja þegar útsendarar Stöðvar 2 heimsóttu höfuðstað Norðurlands í haust. Liðlega 70 þátttakendur mættu á Hótel KEA en í þeim hópi voru allmargir sem höfðu lagt á sig ferðalag frá ReykjavíkMYND/IDOL-stjörnuleit Til upprifjunar skal þess annars getið að áheyrnarpróf voru haldin á fimm stöðum á landinu. Söngstjörnurnar í höfuðborginni hafa þegar troðið upp á Stöð 2, Akureyringar eiga leikinn í kvöld en í næstu viku er förinni heitið til Vestmannaeyja. MYND/IDOL-stjörnuleit Þessum fyrsta hluta keppninnar lýkur svo með sameiginlegum þætti um áheyrnarprófin á Ísafirði og Egilsstöðum. Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni fengu fínar móttökur á Norðurlandi en Bubbi Morthens var veikur heima og missti af fjörinu. Liðlega 70 þátttakendur mættu á Hótel KEA en í þeim hópi voru allmargir sem höfðu lagt á sig ferðalag frá Reykjavík. Bið, endalaus bið. Áheyrnarprufurnar á Akureyri fóru fram 19. september. Þær hófust kl. 14:00 og stóðu langt fram eftir kvöldi.MYND/IDOL-stjörnuleit Norðanmenn eiga góðar minningar frá keppninni en Anna Katrín Guðbrandsdóttir sló í gegn í fyrra og komst í úrslitaþáttinn. Á Akureyri heyrði dómnefndin í mörgum efnilegum söngvurum. Fróðlegt verður að sjá hvort einhverjum þeirra tekst að feta í fótspor Önnu Katrínar sem stóð sig best allra af fulltrúum kvenþjóðarinnar í fyrstu Stjörnuleitinni. Kalli Bjarni með gítarinn. Sönghefð Norðlendinga er sannarlega fyrir hendi og þeir kunna ýmislegt fyrir sér. Til gamans má geta þess að ein kunnasta dægurlagahljómsveit allra tíma, hljómsveit Ingimars Eydals, var einmitt frá Akureyri en með sveitinni sungu nafntogaðir söngvarar. Víst er að marga Norðlendinga dreymir núna um að slá í gegn og komast í fremstu röð. Idol-stjarnan Kalli Bjarni hefur þegar náð þeim árangri en sjóarinn síkáti hefur aldrei verið jafn eftirsóttur. Fyrsta platan hans er líka komin út og ekki mun það draga úr vinsældum kappans. MYND/IDOL-stjörnuleit Fyrir þátttakendur í Stjörnuleitinni er hins vegar fram undan löng en skemmtileg leið á toppinn. Margir snjallir söngvarar eiga eftir að láta ljós sitt skína á Stöð 2 í vetur en aðeins einn mun ná hinu langþráða takmarki. MYND/IDOL-stjörnuleit MYND/IDOL-stjörnuleit MYND/IDOL-stjörnuleit Ekki missa af Idol Stjörnuleit föstudaga kl. 20.30 Sjá nánar á vef Idol-stjörnuleitar
Menning Idol Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið