Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:01 Dion Duff, Georg Leite, Hilmar Gunnarsson og Jökull Júlíusson héldu Rauð jól saman. Mynd/Jón Ragnar Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag. Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend
Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira