Innlent

Vill eitt gagnaflutningsnet

Flokksráð Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Landsímans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt gagnaflutningsnet í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn telur mikilvægt að slíkt fjarskiptanet þjóni öllum landsmönnum og verði aðgengilegt öllum aðilum í fjarskiptaþjónustu en einkavæðing Landsímans með grunnnetinu muni leiða af sér mismunun og offjárfestingu sem almenningur þurfi á endanum að borga. Fundurinn bendir á að Landsíminn hafi skilað milljörðum króna í ríkissjóð á undanförnum árum og sé fyrirsjáanlegt að svo verði áfram verði stofnunin í almannaeigu. Þannig mætti fjármagna byggingu hátæknisjúkrahúss eða önnur þjóðþrifaverkefni með arðinum einum saman, segir flokksráð Vinstri - grænna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×