Bræður heiðraðir á 100 ára starfsafmæli: „Einfalt, þægilegt og engin keppni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 20:30 Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli Ólasynir hafa starfað hjá sama fyrirtæki síðan 1974. Vísir/Ívar Bræðurnir sem saman fagna hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtæki segja samstarfið hafa verið einfalt, þægilegt og laust við keppni í þá hálfu öld sem þeir hafa verið samstarfsfélagar. Það hafi sjaldan eða aldrei hvarflað að þeim að skipta um vinnu. Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils. Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils.
Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira