Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 20:30 Katrín Kristjana hefur fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. vísir Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“ Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira