Innlent

Ekki kosið aftur um stjórnarskrána

Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins. Hann segir að verði stjórnarskránni hafnað í Frakklandi þýði það að Evrópusambandið hafi færst tuttugu ár aftur í tímann. Vissulega væri hægt að útiloka Frakka frá stjórnarskránni en það sé ekki möguleiki sem menn íhugi í fullri alvöru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×