Innlent

Vopnahléið enn við lýði

Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn. Þannig hafa Hamas-samtökin skipað fyrir um að öllum tilburðum Ísraelsmanna til ofbeldis á Vesturbakkanum skuli svarað af fullri hörku. Að sama skapi gaf varnarmálaráðherra Ísraels í gær út hálfgert skotleyfi á Palestínumenn sem skotið hafa eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Í morgun lést að minnsta kosti einn Palestínumaður þegar til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og palestínskra uppreisnarmanna við landnemabyggðir gyðinga. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða vopnahléi Ísraels- og Palestínumanna í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×