Innlent

Vilja ræða olíuverð á fundi G8

Þjóðverjar munu leggja áherslu á að heimsmarkaðsverð á olíu verði lækkað á fundi G8, leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims, í næstu viku. Í tilkynningu sem þýska ríkistjórninn sendi frá sér í dag segir að fyrir utan málefni Afríku, sem rædd verða ítarlega á fundinum, sé afar mikilvægt að ræða olíverðið sem fari síhækkandi því það snerti efnahag allrar heimsbyggðarinnar. Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Verðið hefur hækkað um tæp 40 prósent frá því um síðustu áramót og bendir ekkert til að hækkanir stöðvist eða gangi til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×