Sport

Þorlákur Árnason í Stjörnuna

Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins. Þorlákur sagði í samtali við Vísi að hann hefði fengið fjölda tilboða, en sagði að í Garðabænum hefðu menn verið faglegir og ætluðu sér stóra hluti í framtíðinni. "Ég er ekki frá því að það eigi bara betur við mig að þjálfa yngri knattspyrnumenn, enda hef ég mikla reynslu af því. Meistaraflokksþjálfun er að breytast svo mikið og snýst dálítið mikið um að streða við að fá menn héðan og þaðan, en ég er spenntari fyrir að vinna með þann efnivið sem fyrir er hjá félaginu. Mér þóttu forráðamenn Stjörnunnar mjög faglegir í öllum sínum plönum og því var engin spurning í mínum huga að taka boði þeirra," sagði Þorlákur í samtali við Vísi nú í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×