Sport

Glen Johnson sendur heim

NordicPhotos/GettyImages
Varnarmaðurinn Glen Johnson var sendur heim frá Þýskalandi með skömm af þjálfurum eftir U-21 árs leik Englendinga og Þjóðverja á dögunum, eftir að hann hafði verið hrokafullur og agalaus í ferðinni. Þykir Johnson hafa stimplað sig endanlega út úr myndinni hjá enska landsliðinu fyrir vikið. Forráðamenn enska liðsins segjast hafa reynt hvað þeir gátu að stilla drenginn, en hann ku hafa verið með öllu óþolandi í ferðinni, auk þess sem hann hefur fengið að líta tvö rauð spjöld með yngra liði Englands á stuttum tíma. Skýrsla verður send til stjóra hans hjá Chelsea, þar sem greint verður betur frá því hvað Johnson gerði af sér. Forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins þykir óviðeigandi að hafa vandræðagemlinga í liðinu og því er útlit fyrir að kappinn fái ekki frekari tækifæri til að leika fyriri þjóð sína á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×