Sport

Draumur í dós

"Við byrjuðum þennan leik reyndar á hælunum en það var fínt að fá á okkur þetta mark. Þetta var eins og gusa framan í okkur og áttu þær ekki möguleika eftir að við byrjuðum að skora okkar mörk," sagði fyrirliði og markvörður Breiðabliks, Þóra Helgadóttir, eftir bikarsigurinn í gær. Hún var vitaskuld hæstánægð með sigurinn og árangurinn í sumar. "Þetta er algjör draumur í dós og það er ekki leiðinlegt að vera Bliki í dag. Ég held að það sé ekki spurning að ég verði áfram í Breiðabliki næsta sumar enda enginn betri klúbbur til í dag."Breiðablik verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári og hlakkar Þóra til þess verkefnis. "Evrópukeppnin gerir næsta tímabil enn meira spennandi og hlökkum við til að takast á við það. Það hefur svosem ekki vantað spennuna í sumar en ég held að næsta sumar verði enn skemmtilegra."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×