Sport

Dick þjálfar Suður Kóreu

Hollendingurinn Dick Advocaat hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu. Liðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á HM á næsta ári í Þýskalandi. Advocaat, sem er 58 ára, er fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollands og knattspyrnustjóri, Borussia Möcnchengladbach, PSV Eindhoven og Glasgow Rangers. Hann verður þriðji Hollendingurinn sem stýrir suður-kóreska landsliðinu og tekur við af landa sínum Jo Bonfrere sem var látinn taka poka sinn eftir að Suður-Kórea lá á heimavelli fyrir Sádi-Arabíu. Fyrir tíma Bonfere var Gus Hiddink, þjálfari Suður Kóreu og kom hann liðinu alla leið í undanúrslit í heimsmeistarakeppninni árið 2002 á heimavelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×