Sport

Reading vann Crystal Palace

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem vann Crystal Palace, 3-2, í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem tapaði á útivelli fyrir Cardiff, 1-0. Stoke vann góðan útisigur á Hull, 1-0. Þórður Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Stoke. Ipswich og Southampton gerðu jafntefli, 2-2, og Plymouth og Crewe skildu jöfn, 1-1. Bjarni Guðjónsson sat á varamannabekknum hjá Plymouth. Preston og Burnley gerðu markalaust jafntefli, OPR lagði Luton, 1-0, Sheffield Wednesday vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið lagði Leeds, 1-0, en Gylfi Einarsson var í byrjunarliði Leeds. Watford bar sigurorð af Norwich, 2-1, og Milwall vann óvæntan sigur á Wolves, 2-1. Sheffild United, sem vann Brigthon, 1-0, er efst í deildinni með 21 stig. Síðan koma Reading og Watford með 17 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×