Innlent

Fæðingarorlofið verði 15 mánuðir

Karl Petter Thorwaldsson, þingmaður á sænska þinginu, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að fæðingarorlof sænskra foreldra verði samanlagt fimmtán mánuðir. Samkvæmt frumvarpinu myndi orlofið skiptast þannig að móðir fái fimm mánuði, faðir fimm og síðustu fimm mánuðunum geti foreldrarnir skipt á milli sín eins og þeir vilja. Fæðingarorlof Svía er í dag samtals þrettán mánuðir sem skiptast jafnt á milli foreldranna og mega þeir taka orlofið út hvenær sem er í átta ár eftir að barnið fæðist. Thorwaldsson vill láta breyta því þannig að foreldrarnir skuli taka orlofið út á fyrstu fjórum aldursárum barnsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×