Sport

Loks sigur hjá Newcastle

Newcastle vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Blackburn á útivelli, 0-3. Alan Shearer, Michael Owen og Charles N Zogbia skoruðu mörk gestanna sem fyrir leikinn höfðu aðeins landað tveimur stigum í fimm leikjum og einungis skorað eitt mark. Newcastle er nú í 14. sæti deildarinnar eftir 6 leiki með 5 stig. Craig Bellamy var í byrjunaliði Blackburn í dag en hann var að mæta sínum gömlu félögum í Newcastle í fyrsta skipti síðan félagið neyddist til að selja hann vegna ósættis við Graeme Souness knattspyrnustjóra sem frægt er orðið. Fyrr í dag gerðu Liverpool og Man Utd markalaust jafntefli á Anfield í tíðindalitlum leik í deildinni. Man Utd er í 4. sæti deildarinnar með 11 stig, sjö stigum á eftir toppliði Chelsea en á leik til góða. Liverpool er í 10. sæti með sex stig eftir jafnmarga leiki og Man Utd. Nú eigast við Wigan Athletic og Middlesbrough þar sem staðan er 0-1 fyrir Boro og seinni hálfleikur hálfnaður. Þá er nýhafinn leikur Man City og Bolton þar sem staðan er 0-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×