Sport

Enski boltinn hefur breyst

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður." Owen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle United gegn Blackburn Rovers um helgina í 3-0 sigri liðsins. "Ég hef skorað mörk allt mitt líf og ég ætla mér að gera það áfram. Það var gott að við unnum leikinn en það að ég hafi skorað skipti ekki öllu máli. En vonandi verður sóknarleikurinn aftur aðalsmerki fótboltans á Englandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×