Sport

Kári og félagar í góðum málum

"Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. Hann kveðst vitanlega vera ánægður með það. "Það sýnir að þjálfarinn ber visst traust til manns og er það frábært."Kári segir að sínir menn hafi verið lélegir í fyrri hálfleik en eins og svo oft áður hafi þeir samt náð að halda hreinu. "Þetta hefur einkennt okkur í sumar. Svo náum við að sækja hratt á þá í síðari hálfleik og þá komu mörkin. Þetta var spennandi allt til loka en þeir fengu dauðafæri á lokamínútunum til að jafna leikinn í 2-2 en í staðinn skorum við þriðja markið. Svona er þetta bara í fótboltanum." Þá skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson mark Halmstad í 1-1 jafnteflisleik gegn Elfsborg.Kári Árnason og félagar í Djurgården unnu í gær mikilvægan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur á IFK Gautaborg á útivelli. Sigurinn þýðir að Djurgården er með sex stiga forystu á Gautaborg þegar fjórar umferðir eru eftir og er liðið í raun með aðra höndina á bikarnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×