Sport

Góð sala á Ísland-Svíþjóð

Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. En líklegt er talið að uppselt verði á leikinn.  Á síðasta heimaleik Svíþjóðar gegn Búlgaríu komu 33.883 áhorfendur.Svíar eru í efsta sæti riðilsins með 21 stig að loknum átta leikjum en Íslendingar eru í næst neðsta sæti með aðeins fjögur stig að loknum níu leikjum. Útlitið getur ekki talist gott gegn Svíum því ekki nóg með að 17 stig skilji liðin að í riðlinum, þá verða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson ekki með liðinu vegna leikbanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×