Sport

Hafði tap á tilfinningunni

Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. Eins og til að kóróna slæman dag hjá liðinu, bilaði rúta liðsins á heimleiðinni og Guðjón sagði það hafa verið dæmigerðan endi á deginum. "Sem betur fer gátum við fengið far heim með stuðningsmönnum okkar og kunnum þeim miklar þakkir fyrir það," sagði Guðjón og bætti við að úr því liðið þurfti að tapa, væri gott að það tapaði ekki fyrir einu af stóru liðinum. "Leikmennirnir hafa gott af því að tapa þessum leik, það er góð reynsla fyrir þá og ef ég á að segja alveg eins og er, vil ég heldur tapa fyrir Shrewsbury en einhverju af liðunum sem eru á toppbaráttunni í þessari deild," sagði Guðjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×