Sport

Dramatík í enska deildarbikarnum

NordicPhotos/GettyImages
Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. Tottenham tefldi fram nánast sínu sterkasta liði gegn Grimsby, en það hafði lítið að segja og niðurstaðan tap fyrir sprækum og viljugum heimamönnum, sem áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leikur Wycombe og Aston Villa fer líklega í sögubækurnar fyrir einn ótrúlegasta viðsnúning sem sést hefur í áraraðir. Wycombe hafði þægilega forystu í hálfleik 3-1 á heimavelli sínum, en Villa skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk í síðari hálfleiknum. Þeir Barry, Milner og Davis skoruðu tvö mörk hver fyrir Villa, en Milan Baros skoraði eitt mark og eitt marka liðsins var sjálfsmark. Af öðrum úrslitum má nefna að Birmingham sigraði Scunthorpe 2-0 á útivelli, þar sem Forssell skoraði bæði mörkin, West Brom sigraði Bradford 4-1, Wigan sigraði Bornemouth 1-0 og Charlton vann Harlepool 3-1, West Ham sigraði Sheffield Wednesday 4-2. Nokkrum leikjum er enn ólokið vegna framlengingar og þar má nefna að Gillingham hefur yfir 3-2 gegn úrvalsdeildarliði Portsmouth og Sunderland er yfir 1-0 gegn Cheltenham, þrátt fyrir að vera manni færri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×