Sport

Giggs ætlar að komast í liðið

Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið. Giggs hefur aðeins leikið 21 mínútu með liðinu á leiktíðinni og hefur verið fastur á varamannabekknum hjá Sir Alex Ferguson það sem af er tímabilinu. Þessi 31 árs gamli Walesverji hefur þó ekki í hyggju að leggja árar í bát. "Ég mun halda áfram að gera mitt besta til að komast í liðið og ég veit að það kemur að því á endanum. Ég tel mig eiga góð þrjú ár eftir í boltanum og ætla mér að eyða þeim hjá Manchester United," sagði Giggs, sem hefur þurft að sitja nokkuð á hakanum eftir að Alex Ferguson breytti leikaðferð liðsins úr hefðbundnu 4-4-2 í 4-3-3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×