Sport

Stórsigur Íslands á Andorra

Íslenska U-17 ára landsliðið í knattspyrnu vann stórsigur á Andorra í undankeppni EM í Andorra í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Ísland, en í síðari hálfleik fóru íslensku strákarnir á kostum og skoruðu fimm mörk gegn varnarsinnuðu liði heimamanna. Rafn Andri Haraldsson skoraði tvö mörk í leiknum, bæði af vítapunktinum, en þeir Viktor Illugason, Guðmundur Gunnarsson, Aron Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson skoruðu sitt markið hver. Ísland leikur í riðli með Andorra, Tékklandi og Svíþjóð í riðlinum sem allur verður spilaður í Andorra, en næsti leikur liðsins er gegn Svíum á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×