Sport

Þetta var skot hjá mér

„Þetta var skot! Ég sá að Gunnar stóð of framarlega þannig að ég tók þá ákvörðun að skjóta," sagði Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson strax eftir leik en hann skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins í ár. „Það er frábært að taka þátt í þessum leik og ekki leiðinlegt að ná að skora sigurmarkið. Stuðningsmennirnir hafa staðið 110% við bakið á okkur og það var mjög gaman að ná að vinna þennan bikar fyrir þá. Framarar eru með hörkulið og þeir sýndu það í dag, eftir að við skoruðum féllum við til baka og þeir voru á tíðum ansi nálægt því að ná að jafna. Þetta var hörkuleikur en við náðum að skora eina markið og það skiptir máli," sagði Baldur. „Sumarið er búið að vera stórskemmtilegt. Ég hef verið að spila vel á köflum en veit enn að ég get spilað betur," sagði Baldur, sem skoraði einnig fyrir Skagamenn í 2-1 sigri á ÍBV árið 2000 og varð að verða bikarmeistari í þriðja sinn í gær en hann varð einnig meistari með Skagamönnum fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×