Sport

Táningarnir fá tækifæri

Eyjólfur Gjafar Sverrisson, landsliðsþjálfari ungmennaliðs Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur ákveðið að gefa þremur unglingum tækifæri í landsleik gegn Svíum í undankeppni Evrópukeppninnar árið 2006 þann 11. október nk. Það eru þeir Bjarni Viðarson, 17 ára leikmaður Everton; Theodór Elmar Bjarnason, 18 ára leikmaður Celtic, og Rúrik Gíslason, 17 ára leikmaður Charlton. Eyjólfur Gjafar á enn eftir að tilkynna allan hópinn. Fréttablaðið hafði samband við Rúrik Gíslason, leikmann Charlton, sem var hæstánægður með að vera valinn. "Ég hef stefnt að þessu í þó nokkurn tíma," sagði Rúrik. Aðspurður hvernig honum líkaði lífið í Lundúnaborg: "Mér líður bara mjög vel, mikið betur en til dæmis hjá Anderlecht þar sem ég var í fyrra. Ég kann mjög vel við mig í Englandi, hér snýst hreinlega allt um fótbolta," sagði Rúrik sem lék með HK í 1. deildinni í sumar áður.Rúrik, sem er fæddur og uppalinn Kópavogsbúi, hefur byrjað mjög vel hjá Charlton og gerði sigurmark varaliðs Charlton gegn Crystal Palace í keppni varaliða fyrir rúmum tíu dögum. "Ég spila í stöðu hægri kantmanns eða frammi. Ég kann best við mig í þeim stöðum," sagði Rúrik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×