Sport

Enski landsliðshópurinn tilkynntur

NordicPhotos/GettyImages
Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt 24 manna landsliðshóp Englendinga sem mætir Austurríki og Pólverjum dagana 8. og 12. október næstkomandi. Athygli vekur að framherji Liverpool, Peter Crouch er kominn inn í hópinn á ný, en Danny Murphy frá Charlton hlýtur ekki náð fyrir augum Svíans, þrátt fyrir að leika mjög vel með liði sínu undanfarið. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Paul Robinson (Tottenham), Robert Green (Norwich), Chris Kirkland (Liverpool/West Brom) Varnarmenn: Ashley Cole (Arsenal), Phil Neville (Everton), Luke Young (Charlton), Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferdinand (Man Utd), John Terry (Chelsea), Sol Campbell (Arsenal), Ledley King (Tottenham) Miðjumenn: David Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Joe Cole (Chelsea), Shaun Wright-Phillips (Chelsea), Jermaine Jenas (Tottenham), Alan Smith (Man Utd), Kieran Richardson (Man Utd) Framherjar: Michael Owen (Newcastle), Wayne Rooney (Man Utd), Jermain Defoe (Tottenham), Darren Bent (Charlton), Peter Crouch (Liverpool).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×