Sport

Dregið í UEFA bikarnum

Í morgun var dregið í undanriðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þar sem Íslendingar verða í eldlínunni í vetur. Bolton og Middlesbrough eru fulltrúar Englendinga í keppninni. Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmar leika í riðli með Middlesbrough, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Halmstad leika í erfiðum riðli með Sampdoria, Hertha Berlin, Lens og Steua Búkarest. Bolton er sömuleiðis í erfiðum riðli, þar sem þeir leika við Sevilla, Besiktas, Zenit og Guimaraes. Sam Allardyce, stjóri Bolton var ánægður með útkomuna. "Við erum í riðli með frábærum liðum sem munu gera okkur erfitt fyrir, en við komumst hingað af því við áttum það skilið og það verður gaman að sjá hvert við komumst í Evrópukeppninni í ár," sagði hann. Hér má sjá hvaða lið leika saman í riðlum, en fyrstu leikirnir verða spilaðir þann 20 nóvember. A-riðillAS Monaco Slavia Prague Hamburg CSKA Sofia Viking Stavanger B-riðillLokomotiv Moscow Espanyol Palermo Brondby Maccabi Petah-Tikva C-riðillHertha Berlin Lens Sampdoria Steaua Bucharest Halmstad D-riðillAZ Alkmaar Middlesbrough FC Dnipro Grasshopper Zurich Litex Lovech E-riðillAS Roma Basel C Zvezda Strasbourg Tromso F-riðillCSKA Moscow Marseille Heerenveen Levski Sofia Dinamo Bucharest G-riðillVfb Stuttgart PAOK Salonika Shakhtar Donetsk Rennes Rapid Bucharest H-riðillBesiktas Sevilla Bolton St Petersburg Vitoria Guimaraes



Fleiri fréttir

Sjá meira


×